Fara í efni

Kjóstu langhlaupara ársins 2013

Í fimmta skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir sigurvegara og alla þá sem tilnefndir verða.
Kjóstu langhlaupara ársins 2013
Kjóstu langhlaupara ársins 2013

Í fimmta skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir sigurvegara og alla þá sem tilnefndir verða. 

Allir sem taka þátt í kosningunni eiga möguleika að á vinna hlaupaskó í útdráttarverðlaun. Í ár eins og áður, verða valdir bestu langhlauparar ársins 2013 bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum.

Samtals bárust 32 tilnefningar í karla- og kvennaflokki til langhlaupara ársins 2013. Að þessu sinni eru það 7 konur og 7 karlar sem mynda endanlegan lista hlaupara sem kjósa á um. Það val var ekki auðvelt frekar en áður, því margir af þeim hlaupurum sem tilnefndir voru, hafa hver á sinn hátt unnið góð afrek og/eða sýnt mikla þrautseigju á árinu sem er að líða.

Eftirfarandi hlauparar eru tilnefndir (nánari upplýsingar á hlaup.is):

Í kvennaflokki (í stafrófsröð):
Arndís Ýr Hafþórsdóttir
Ebba Særún Brynjarsdóttir
Elísabet Margeirsdóttir
Helen Ólafsdóttir
María Kristín Gröndal
Martha Ernstsdóttir
Signý Einarsdóttir

Í karlaflokki (í stafrófsröð):
Arnar Pétursson 
Ármann Eydal Albertsson
Friðleifur K. Friðleifsson
Kári Steinn Karlsson
Stefán Gíslason 
Stefán Guðmundsson
Þorbergur Ingi Jónsson

Fara á innskráningarsíðu fyrir kosninguna.

Þú getur kosið til kl. 24 miðvikudaginn 22. janúar. Verðlaunaafhending verður laugardaginn 25. janúar næstkomandi og niðurstaðan kynnt í framhaldi af því á hlaup.is.