Fara í efni

Fræðslufundir Framfara – Hollvinafélags Millivegalengda og Langhlaupara

Hljópstu fram úr þér ? Hvað er til ráða
Merki Framfara
Merki Framfara

Fræðslufundir Framfara – Hollvinafélags Millivegalengda og Langhlaupara
Íþróttamiðstöðin Laugardal við Engjaveg 3. hæð

Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Einkenni góðs afreksmanns 
24. Október 2013                            
Kl: 20:00 – 21:30  - Salur E

Haukur Ingi Guðnason, BS. í sálfræði og knattspyrnumaður
Einar Vilhjálmsson, spjótkastsþjálfari og fyrrverandi afreksmaður í spjótkasti

Fjallað verður um þá líkamlegu og andlegu þætti sem skapa góðan afreksmann. Efnið er í senn vísindalegt en einnig mjög huglægt þar sem reynsla einstaklinga segir oft mikið og er á við margar vísindagreinar. Haukur Ingi Guðnason sérhæfir sig í íþróttasálfræði og stundar hann nám við Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur leikið knattspyrnu erlendis og á Íslandi um árabil. Einar Vilhjálmsson er fyrrverandi afreksmaður í spjótkasti og keppti á sínum tíma á fjölda Ólympíuleika, heims- og evrópumóta og náði þar stórglæsilegum árangri. Einar á enn Íslandsmetið í spjótkasti karla og þjálfar nú arftaka sína í spjótkasti hjá Frjálsíþróttadeild ÍR og FH.


Grunnur að glæstum árangri
 
28. Nóvember 2013                                 
Kl: 20:00 – 21:00 - Salur E 

Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og þjálfari

Aníta Hinriksdóttir er kunn nánast öllum Íslendingum en hún hefur náð gríðarlega  góðum árangri á hlaupabrautinni undanfarin 2 ár, er þekkt víða um Evrópu og er nú einn helsti afrekmaður Íslands í íþróttum þrátt fyrir ungan aldur. Aníta hefur einnig vakið eftirtekt fyrir látlausa og einlæga framkomu jafnt utanbrautar sem innan. Gunnar Páll Jóakimsson íþróttafræðingur hefur verið aðalþjálfari Anítu sl. 2 ár og saman hafa þau skotist upp á stjörnuheim frjálsíþróttanna. Gunnar Páll mun segja frá æfingum Anítu sl. ára, ævintýralegu sumrið árið 2013 og framtíðarsýninni sem er skýr og metnaðarfull.

Um Framfarir.

Framfarir eru hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara sem hefur það markmið að styðja við bakið á langhlaupurum á Íslandi með fræðslu og viðburðum. Leggja þannig grunninn að frábærum árangri íslenskra hlaupara í lengri vegalengdum í framtíðinni samhliða því að auka meðvitund um það hversu góð heilsurækt felst í hlaupaþjálfun og útiveru.

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Framfara, fridaruner@hotmail.com