Fara í efni

Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna 10. september 2017 – Kyrrðarstundir

Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna 10. september 2017 – Kyrrðarstundir

Kyrrðarstundir með hugvekju, reynslu aðstandenda og tónlist verða haldnar í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði í tilefni dagsins sunnudaginn 10. september kl. 20.00.


Minningarstund Ísafjarðarkirkju verður haldin laugardaginn 23. september kl. 17:00.

Tilgangurinn er að koma saman, eiga rólega stund og heiðra minningu þeirra sem látist hafa af völdum sjálfsvíga.

Dagskrá kyrrðarstundarinnar í Dómkirkjunni verður á þessa leið:

  • Sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur hugvekju

  • Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson syngur nokkur lög við undirleik Ásgeirs Aðalsteinssonar.

  • Sigurþóra Bergsdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni.

Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til að minnast ástvina sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Að dagskránni standa, Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Hugarafl, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Ný dögun, Pieta, Rauði kross Íslands og þjóðkirkjan.


Fyrir hönd undirbúningshópsins
Salbjörg Bjarnadóttir
verkefnisstjóri