Fara í efni

Plié Listdansskólinn býður upp á fjölbreytt dansnám fyrir stráka og stelpur - kynntu þér málið

Plié Listdansskóli býður uppá fjölbreytt dansnám allt frá ballet, jazz, dansfjöri, steppi, modern og upp í acrobat & broadway dansa fyrir stráka og stelpur.
Plié Listdansskólinn býður upp á fjölbreytt dansnám fyrir stráka og stelpur - kynntu þér málið

Plié Listdansskóli býður uppá fjölbreytt dansnám allt frá ballet, jazz, dansfjöri, steppi, modern og upp í acrobat & broadway dansa fyrir stráka og stelpur.

Einnig er nú í fyrsta sinn boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir 6-8 ára, 9-12 ára og 13-16 ára.

Skólinn er staðsettur á tveimur stöðum og kennir eftir eigin námsskrá ásamt því að styðjast við námskrár frá Royal Academy of Dancing og Russian Method frá National Association of Dancing. Námsskrá skólans leggur upp úr því að nemendur njóti faglegrar leiðsagnar í jákvæðu og nærandi umhverfi. Markmið skólans með náminu er að styðja við jákvæða líkamsímynd og að námið hjálpi til við að byggja upp sterka sjálfsmynd sem nýtist til framtíðar.

Heilsutorg rakst á þetta nýja námskeið hjá Plie sem kallast Acrobat. Eins og nafnið ber með sér snýr þjálfunin að styrk og liðleika þar sem farið er í tækni í handstöðum, viðsnúnum stöðum, bakfettum og „trix“. Auk þess felur Acrobat í sér mikla áherslu á nákvæmni, einbeitingu, vandvirkni og túlkun. Námskeiðið er ætlað 6-8 ára börnum en börn sem skrá sig á námskeiðið þurfa ekki að hafa bakgrunn í fimleikum eða sambærilegu. Freistandi er að mæla með námskeiðnu fyrir börn með brennandi áhuga á fimleikum og fimleikatengdri þjálfun en þátttaka í námskeiðinu gæti stutt við enn betri árangur í fimleikunum. 

Við kennslu styðjast kennarar við námsefni frá Acrobatic Arts (Professional Curriculum for Acrobatic Dance sem er viðurkenndur og virtur skóli á þessu sviði en HÉR má sjá sýnishorn af því hvernig unnið er þar.

Tengt efni:

Heimasíða plie.is

Upplýsingar um skólann

Viðtal við Eydísi Örnu danskennara