Fara í efni

Aldrei of seint að hreyfa sig

„Slagorðið er, það er aldrei of seint að hreyfa sig,“ segir Þórey S. Guðmundsdóttir íþróttakennari og formaður í góðum hópi stjórnenda í Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra. FÁÍA.
Aldrei of seint að hreyfa sig

„Slagorðið er, það er aldrei of seint að hreyfa sig,“ segir Þórey S. Guðmundsdóttir íþróttakennari og formaður í góðum hópi stjórnenda í Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra. FÁÍA.

Þórey hefur kennt íþróttir í um fjörutíu ár og hefur því mikla reynslu af því að kenna fólki á öllum aldri. „Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og fór síðan í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Þaðan lá leiðin í framhaldsnám í Liverpool í Bretlandi þar sem ég var í þrjú ár, síðan hef ég kennt að undanskyldum tveimur stuttum fríum sem ég tók þegar ég átti börnin mín. Ég var alltaf ákveðin í því hvað mig langaði að gera. Enda hafði ég mikinn áhuga á íþróttum þegar ég var yngri.“

Þórey segir að íþróttakennsla hafi breyst mikið síðustu áratugina. „Fyrir fjörtíu árum var áherslan á leikfimi með músík, liðleika og styrktaræfingum og áhöldum. Þá var börnum kennt að ganga í takt sem er hverju barni hollt að kunna. Það er svo gott að geta samsamað sig öðrum. Það skapar hópkennd að ganga í takt. Þetta er ekki mikið kennt lengur. Nú læra börn og unglingar að gera styrktar-, þol- og liðleikaæfingar og svo er mikil áhersla á boltaleiki,“ segir Þórey.

En Þórey hefur ekki bara kennt börnum og unglingum því hún er mjög áhugasöm þegar kemur að hreyfingu aldraðra. „Það bætir heilsu fólks ótrúlega mikið að hreyfa sig. Margir af eldri kynslóðinni muna eftir því að hafa pínst í leikfimi þegar þeir voru ungir og langar ekki að fara að hreyfa sig þegar þeir eldast. Það þarf því að koma fólki á bragðið og nálgast hreyfinguna á réttan hátt. Hún á að vera skemmtileg og á að miðast við getu hvers og eins og hver geri æfingarnar á þann hátt sem honum hentar. Í minni kennslu legg ég áherslu á styrktar-, liðleika og jafnvægisæfingar. Liðleikaæfingarnar eru svo mikilvægar fyrir fólk ef það stirðnar hættir það að geta greitt sér og klætt. Ég legg því áherslu á æfingar sem viðhalda þessari færni fólks. Annars eru eldri borgarar afar fjölbreyttur hópur, sumir geta gert æfingarnar standandi en þeir sem geta það ekki gera þær sitjandi. Það er hægt að gera ótrúlega margt sitjandi. Til að mynda bæði hægt að dansa og gera styrktaræfingar sitjandi,“ segir hún.

Þórey gerði merkilega tilraun með að kenna íbúum á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ stóladans. „Ég hef kennt þar einu sinni í viku síðast liðin þrjú ár. Við kennsluna hef ég notað tónlist sem þetta fólk kannast við frá því það var ungt. Það er svo merkilegt að sjá það syngja gömlu lögin sem það þekkir og dansa og gera æfingar um leið. Það þarf ákveðna færni til að gera tvo hluti í einu. Mér finnst líka merkilegt að fólk sem hefur komið til að fylgjast með hefur kannski setið hjá í fimm sex skipti og hlustað en allt í einu er eins og það vakni og fer að taka þátt. Þetta finnst mér alveg ótrúlega gefandi og skemmtilegt.“

Það er aldrei of seint að fara að hreyfa sig.

Hreyfingin skipar því stóran sess í lífi Þóreyjar. Sjálf segist hún byrja alla morgna á því að . . . LESA MEIRA