Fara í efni

Afhverju og hvernig á ég að setja mér markmið?

Afhverju og hvernig á ég að setja mér markmið?

Ákveða. Hugsaðu um eitthvað sem þú vilt ná eða vinna að. Það skiptir ekki máli hvað, svo lengi sem það er eitthvað sem ÞÚ vilt gera. Það ætti að vera eitthvað sem þú vilt gera fyrir þig en ekki fyrir einhvern annan. Það getur bæði verið stórt eða lítið markmið - stundum er sniðugt að byrja á litlu markmiði. Það hjálpar oft ef það er eitthvað sem reynir svolítið á og þú veist að þú þarft að vinna svolítið fyrir því að ná því – krefjandi markmið eru mest hvetjandi!

Skrifaðu það niður. Að skrifa niður markmið okkar eykur líkurnar á því að við stöndum við þau. Skrifaðu niður hvenær þú vilt hafa náð markmiðinu og hvernig þú veist að þú hefur náð því. Spyrðu sjálfa/an þig: Hvernig líður mér þegar ég hef náð markmiðinu mínu?

Lýstu markmiði þínu með sérstökum skilmálum og tímamörkum t.d. "Ég ætla að mæta 3 sinnum í viku í ræktina, í 4 vikur" frekar en "ég ætla að mæta í ræktina oftar". Þannig skilgreinir þú markmiðið þitt nánar.

Skrifaðu markmiðin þín þannig niður að þú segir það sem þú “vilt”, ekki það sem þú “vilt ekki”. Til dæmis: "Ég vil geta passað í uppáhaldsbuxurnar mínar aftur í byrjun desember" frekar en "ég vil ekki vera of þung í desember".

Segðu einhverjum frá. Að tjá sig við einhvern sem þú þekkir um markmið þín virðist einnig auka líkurnar á því að við þú munir standa við þau. Það gefur þér ákveðna “pressu”.

Brjóttu markmiðið niður. Þetta er mikilvægara fyrir stærri markmið. Hugsaðu um smærri markmiðin sem skref í átt að stærra markmiði þínu. Stundum eru stærri markmiðin svolítið ónákvæm, eins og "ég vil vera orðin heilbrigðari (yfirhöfuð) í lok árs". Að brjóta þetta markmið niður hjálpar þér að setja þér  minni og nákvæmari markmið, sem þú notar sem skrefin á áttina að stóra markmiðinu. Minni markmiðin gætu t.d. verið "Drekka bara gos á laugardögum", "Fara út að hjóla 2 sinnum í viku" eða jafnvel “Fara fyrr að sofa um helgar”. Skrifaðu niður smærri markmiðin þín og enn betra væri að setja dagsetningar með. Að hafa nokkur smærri markmið auðveldar þetta fyrir þér og gefur þér einnig tilfinningu um velgengni á leiðinni. Það er þín persónulega hvatning og gerir það líklegra að þú munir halda áfram í átt að stóra markmiðinu þínu.

Skipuleggðu fyrsta skrefið þitt. 100 kílómetra ferðalag byrjar með einu skrefi. Jafnvel þó markmiðið þitt sé ekki að ganga 100 kílómetra, muna samt að það að hugsa um fyrsta skrefið á leiðinni virkilega hjálpa þér að byrja. Jafnvel ef þú veist ekki hvar þú átt á að byrja þá er það engin afsökun - fyrsta skrefið þitt gæti verið að “rannsaka, í þessari viku, hvernig á að byrja" til dæmis með því að skoða á viðurkenndum heilsusíðum, tala við fólk sem gæti ráðlagt þér að byrja eða jafnvel að lesa bók um efnið. Svo hugsarðu um næsta skref... og næsta...

Haltu áfram. Að vinna að markmiðum sínum getur oft verið erfitt og tekið á þolinmæðinni - svo þú þarft temja þig. Ef eitt af skrefunum sem þú ert að taka er ekki að virka fyrir þig þá skalt þú hugsa um aðra leið sem þú gætir látið reyna á til að hreyfa þig áfram. Ekki gefast upp. Ef þú þarft að lagfæra markmiðið og breyta því örlítið þá er það allt í góðu.

Fagna. Þegar þú nærð markmiðinu þínu skaltu taka tíma í að njóta þess og þakka þeim sem hjálpuðu þér. Hugsaðu um það sem þú hefur lært á leiðinni, fagnaðu og haltu svo áfram í átt að næsta markmiði.

 

Ósk Matthildur

ÍAK Einkaþjálfari

-Láttu drauma þína rætast-