Fara í efni

UFA-Eyrarskokk

Þjálfari/Þjálfarar: Rannveig Oddsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson Hvaðan hleypur hópurinn: Frá Átaki Strandgötu
Hlaupahópurinn
Hlaupahópurinn

Þjálfari/Þjálfarar: Rannveig Oddsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson

Hvaðan hleypur hópurinn: Frá Átaki Strandgötu

Hvaða daga og klukkan hvað: Á mánudögum og miðvikudögum kl:17:15, þriðjudögum og fimmtudögum kl:12:00 og 9:30 á laugardögum.

Er hópurinn fyrir byrjendur og lengra komna: Hópurinn er fyrir alla – a, b og c hópar eftir því á hvaða stigi hlauparinn er.

Er hópurinn virkur í að taka þátt í hlaupatengdum viðburðum hérlendis og erlendis: Já hópurinn er mjög virkur innanlands, stefnum á að fara saman erlendis á næsta ári. Vonandi er það byrjunin á einhverju rosalegu J

Heldur hópurinn sín/sitt eigin/eigið hlaup: UFA  Eyrarskokk heldur vetrarhlaup 1 sinni í mánuði yfir veturinn, alls 6 hlaup. Einnig er haldið Hausthlaup í september og að lokum er hið geysivinsæla Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks haldið í byrjun júlí ár hvert. Það er þekkt fyrir sína hröðu braut, virkilega skemmtilegt að sækja Akureyri heim í þeim tilgangi að taka þátt í þessu hlaupi.

Er félagslíf hjá hópnum utan við venjulegar hlaupaæfingar og hvað þá helst: Starfandi er skemmtinefnd sem sér um að skipuleggja  viðburði  nokkrum sinnum yfir veturinn, borðum saman og gerum eitthvað skemmtilegt. Höldum síðan árshátíð og leggjum áherlsu á almenna gleði þess á milli.

Heldur hópurinn úti vefsíðu og hver er slóðin: Nei við erum ekki með vefsíðu en erum með Facebook síðu sem er mjög lifandi.