Fara í efni

Óskar og Fríða Rún frjálsíþróttamenn ársins í hópi 35 ára og eldri

Síðastliðið laugardagskvöld fór fram uppskeruhátíð FRÍ þar sem veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu.
Frjálsíþróttamenn ársins, 35 ára og eldri
Frjálsíþróttamenn ársins, 35 ára og eldri

Síðastliðið laugardagskvöld fór fram uppskeruhátíð FRÍ þar sem veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu.  

Frjálsíþróttamenn ársins 35 ára og eldri urðu þau Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR fyrir árangur sinn í 1.500 m hlaupi og 3.000 m hlaupi á árinu.  Óskar Hlynsson úr Fjölni hlaut viðurkenninguna vegna Evrópumeistaratitils síns í 200 m hlaupi innanhúss.

Götuhlaupari ársins í kvennaflokki varð Helen Ólafsdóttir úr ÍR.  Hún náði 2. besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í mara þonhlaupi er hún kom í mark í Berlínarmaraþoninu í 24. sæti (4. sæti í sínum aldursflokki) á tímanum 2:53,22 s.Komst hún með árangri sínum einnig í Ólympíuhóp FRÍ.

Götuhlaupari ársins í karlaflokki varð Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki.  Kári Steinn sigraði í hálfmaraþonhlaupi í Reykjavíkurmaraþon á tímanum 1:07,40 s.  Kári Steinn hafnaði í 20. sæti af 64.000 keppendum í Göteborgsvarvet og svo sigraði hann fjöldann allan af íslenskum götuhlaupum ásamt því að setja brautarmet í þeim mörgum.

Ofurhlaupari ársins í kvennaflokki varð Helga Þóra Jónasdóttir en hún varð á árinu fyrst íslenskra kvenna til að ljúka UTMB hlaupinu sem er 100 mílna langt.

Ofurhlaupari ársins í karlaflokki varð Friðleifur Friðleifsson en hann hafnaði í 18.sæti í CCC hlaupinu í ölpunum en vegalengdin sem hlauparar fara þar er 101 km.