Fara í efni

Ofurhlauparinn Gunnlaugur á leið í 232 kílómetra hlaup

Hann Gunnlaugur Júlíusson er á leið í ansi langt hlaup, 232 kílómetrar er það takk fyrir.
Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari
Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari

Hann Gunnlaugur Júlíusson er á leið í ansi langt hlaup, 232 kílómetrar er það takk fyrir.

Hlaupið er í Englandi um helgina.

Gunnlaugur verður meðal þátttakenda í Grand Union Canal hlaupinu í Englandi núna um helgina. Hlaupið sjálft hefst í miðborg Birmingham á laugardaginn og því lýkur við Litlu Feneyjar við Paddington lestarstöðina í London.

Þessa vegalengd, 232 kílómetra hafa keppendur 46 klukkustundir til að ljúka hlaupinu. Gunnlaugur tók þátt í þessu hlaupi árið 2012 og endaði í 15.sæti af 100 keppendum. Tími Gunnlaugs þá voru 34 klukkustundir og 35 mínútur.

Hlaupið verður á bökkum síkja sem liggja frá Birmingham til London.