Fara í efni

Kjartan Birgisson er hjartaþegi og ætlar að hlaupa styrktarhlaup þann 20.maí n.k

Í dag starfar Kjartan í hlutastarfi hjá Hjartaheill og sinnir meðal annars málefnum tengdum líffæragjöfum og líffæraþegum.
Kjartan Birgisson
Kjartan Birgisson

Í dag starfar Kjartan í hlutastarfi hjá Hjartaheill og sinnir meðal annars málefnum tengdum líffæragjöfum og líffæraþegum.

Hann spilar golf eins mikið og hann getur og nýtur þess að vera á lífi. Einnig spilar Kjartan badminton og hann heldur sér í formi með því að ganga á hverjum degi. Kjartan er 54 ára, giftur og á tvær dætur.

Nú ert þú líffæraþegi, hvenær fórst þú í þína aðgerð og hvernig gekk hún?

Mín hjartaskipti fóru fram í Gautaborg í ágúst 2010 og gekk mjög vel.

Þann 20.maí mun fara fram styrktarhlaup, segðu mér frá því og fyrir hverju er verið að safna?

Þetta er í annað sinn sem við stöndum fyrir fjáröflunarhlaupi til styrktar þátttöku Íslendinga í Heimsleikum líffæraþega, segja má að þessir leikar séu svona mini Ólympíuleikar, keppt í ýmsum greinum.

Í fyrra fóru leikarnir fram í Durban í Suður Afríku og tóku þrír íslendingar þátt í hlaupum, golfi og badmintoni.

Næstu leikar eru í Mar del Plata í Argentínu og fara fram í Ágúst 2015.
Þátttakendalisti Íslendinga þar er ekki klár ennþá, en við munum vonandi senda ekki færri en síðast.

Söfnunarféið mun renna í ferðasjóð þeirra sem fara þangað.

Hvaða mataræði borðar þú þegar þú ert að undirbúa til fyrir hlaup?

Þar sem ég er ekki afreksmaður í hlaupum eða öðrum íþróttum hugsa ég (of) lítið um matarræði!

Hvaða æfingar gerir þú dagsdaglega til að halda þér í formi?

Mínar æfingar eru helst í formi göngutúra, og svo spila ég badminton eins oft og ég get.

Eru þið mörg að fara til Argentínu ?

Óákveðið, sjá spurningu tvö.

Er þetta hlaup í Argentínu stórt, hversu margir c.a taka þátt í því?

Í Durban tóku um 100 manns þátt í 5. Km hlaupinu, væntanlega verður það eitthvað svipað í Mar del Plata.

Finnst þér íslendingar duglegir að hreyfa sig?

Ég tel að of stór hluti sé ekki nægilega duglegur að hreyfa sig.

Hvað finnst þér um að íslendingar séu orðin feitasta þjóðin á norðurlöndunum?

Það finnst mér bara alveg skelfileg þróun sem verður að snúa sem allra fyrst.

Ef þú værir beðinn um að gefa gott ráð til hóps af fólki, hvert væri þitt ráð?

Hreyfing, 20-40 mínútur á dag gera kraftaverk og þetta klassíska HÆTTA AÐ REYKJA, reykingar eru undirrót svo margra sjúkdóma.