Fara í efni

Hlaupanámskeið í febrúar

Hlaup.is heldur námskeið fyrir hlaupara, byrjendur og lengra komna, þar sem farið er yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup. Hlaupanámskeiðin henta vel sem grunnur fyrir byrjendur eða lengra komna sem langar til að fræðast um hlaupaþjálfun og ná meiri hraða og úthaldi.
Hlaupanámskeið í febrúar

Hlaup.is heldur námskeið fyrir hlaupara, byrjendur og lengra komna, þar sem farið er yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup. Hlaupanámskeiðin henta vel sem grunnur fyrir byrjendur eða lengra komna sem langar til að fræðast um hlaupaþjálfun og ná meiri hraða og úthaldi.

Næsta námskeið er dagana 10, 12. og 17. febrúar.

Á námskeiðinu er farið yfir fjölmarga þætti sem tengjast þjálfun fyrir styttri og lengri hlaup svo sem mismunandi tegundir af æfingum til á að ná upp hraða og úthaldi og uppbyggingu æfingaáætlana. Einnig er farið yfir þjálfun með púlsmæli, hlaupastíl, teygjur og liðleikaæfingar, styrktaræfingar, meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir, mataræði, útbúnað eins og fatnað, skó og ýmislegt „dót“ sem hlauparar nota. Farið er yfir hvernig að á að velja rétta hlaupaskó og stærðir og svo er sérstaklega skoðað hvað konur þurfa að hafa í huga þegar þær eru að æfa ásamt því hvernig á að undirbúa sig fyrir hlaup.

Hlaupanámskeiðin eru tveir 3,5 klst fyrirlestrar og einn klukkustundar langur verklegur tími í Laugardalnum (létt æfing) þar sem farið er yfir sýnishorn af þeim hlaupaæfingum ásamt teygjum og styrktaræfingum sem sagt er frá í fyrirlestrinum.

Verð á mann er 12.500 kr og nánari upplýsingar og skráningu er að finna áhttp://www.hlaup.is/namskeid

Hlaupanámskeið