Hvađ ţurfum viđ mikiđ af próteinum daglega?

Próteinskortur er mjög óalgengur á Vesturlöndum en ţekkist í löndum ţar sem hungursneiđ ríkir. Próteinskortur fylgir yfirleitt of lítilli orkuinntöku.

Meira ađ segja flestar grćnmetisćtur ná ađ uppfylla próteinţörf sína ţó fćđiđ sé mjög ríkt af matvćlum úr jurtaríkinu og oft próteinsnauđara. 

Of mikil próteinneysla leggur óţarfa álag á nýrum sem sjá um ađ skilja út próteinum. Ef viđ neytum of mikiđ af próteinum sem viđ nýtum ekki ţá skiljum viđ restina út međ ţvagi eđa umbreytum ţeim í fitu.

Samkvćmt nýjustu ráđleggingum frá Landlćkni (2014) varđandi próteinneyslu ćttu prótein ađ veita um 10-20% af heildarorku fullorđinna. Eldra fólk (≥65 ára) ćtti ađ neyta um 15-20% orkunnar úr próteinum. 

Ţegar líkamsrćkt er stunduđ er hćgt ađ áćtla sína próteinţörf útfrá ţyngd sinni og tegund ţjálfunnar:

  • Kyrrsetumanneskja: 0.8 – 1.0 g prótein/kg líkamsţyngdar
  • Ţolţjálfun: 1.2 – 1.4 g prótein/kg líkamsţyngdar
  • Styrktarţjálfun (aukin vöđvamassi): 1.5 – 1.8 g prótein/kg líkamsţyngdar
  • Almenn ţjálfun (blanda ţol- og styrktarţjálfunar): 1.5 g prótein /kg líkamsţyngdar

Sem dćmi um 70 kg konu sem er ađ hefja almenna ţjálfun í líkamsrćkt ţá ćtti hún ađ hámarki ađ neyta: 1.5 g/kg x 70 kg = 105 g af próteini á dag (ţessar áćtlanir á próteinţörf eiga ekki viđ ef um offitu er ađ rćđa). Ţetta hámarksskammtur próteina sem líkami ţessarar konu nýtir.

Ţađ er í mörgum tilfellum hćgt ađ ná ţessu fram međ ţví ađ neyta almennrar og fjölbreyttrar fćđu eins og t.d. mjólkurvara, fisks, bauna, magurs kjöts og grófra kornvara. Ef matarćđiđ er lélegt og tímaskortur er mikill má nota prótein í formi fćđubótarefna til ţess ađ ná markmiđum sínum í líkamsrćkt.  
Taka ber fram ađ prótein er dýrt orkuefni (samanboriđ viđ kolvetni og fitu) og ţá sérstaklega í formi fćđubótarefna og má međ sanni segja ađ fólk sé bókstaflega ađ pissa peningunum sínum ef ţađ neytir mun meiri próteina en líkaminn rćđur viđ ađ vinna úr.

Próteinduft eru oft seld međ mynd af íturvöxum vaxtarrćktarmönnum en stađreyndin er sú ađ ţú verđur ekki sterk/ur og stór bara af ţví ađ innbyrgđ óheyrilega mikiđ af próteinum. Til ađ byggja vöđvamassann ţarf vissulega próteinin og líka mikla og markvissa styrktarţjálfun en ţađ gleymist oft ţegar veriđ er ađ dáđst ađ ţessum vaxtarrćktarkroppum ađ margir eru ađ nota vaxtaraukandi efni eins og stera sem auka gríđarlega upptöku og umbreytingu próteina í vöđva. 

Vart ţarf ađ taka fram ađ neysla stera eđa annarra ólöglegra lyfja er hćttuleg heilsu manna og snýst ekki um heilbrigđan lífsstíl sem NLFÍ vill hvetja landsmenn til ađ tileinka sér.

Fróđleikur af síđu nlfi.is

 

 

 

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré