Gćttu vel ađ próteinunum.

Góđ og nćg prótein eru undirstađa ţess ađ byggja upp og viđhalda vöđvum og vefjum líkamans
en einnig gefa prótein í máltíđum lengri mettunar tilfinningu. Prótein eru mikilvćgur
hluti af daglegu lífi og ekki síđur hluti af endurheimt eftir átök í daglegu lífi. Fyrir fólk í kyrrsetu eru 0,8g af próteinum á hvert kg líkamsţyngdar eđlilegt viđmiđ fyrir daginn
(dćmi: 72 kg x 0,8 g/kg = 57,6 g / dag) en ţegar álag á líkamann eykst eins og viđ ćfingar
hćkkar ţörfin og fer upp í 1-1,2 g/kg. Fyrir íţróttafólk í stífum ćfingum er oft miđađ viđ
1,2-1,8 g/kg, ţannig ađ ráđleggingar fyrir fólk í úthaldsţjálfun er 1,2-1,4 g/kg og 1,7-1,8 g/kg
fyrir fólk í kraft- og snerpugreinum. Ekki er ráđlagt ađ fara  yfir 2 g/kg.  

Gott er ađ hafa í huga ađ próteinrík fćđa er dýrari fyrir umhverfiđ ađ framleiđa en kolvetnarík fćđa,
eins og eftirfarandi listi ber međ sér, og ţví er gott ađ vera međvitađur um próteinneyslu sína.  

Kjöt og kjúklingur, fiskur og annađ sjávarfang, egg, mjólkurvörur. 

Prótein úr jurtaríkinu eru ađ fá sífellt meiri athygli og sér í lagi í ţeim vegan áhuga sem viđ
búum viđ núna. Fyrir grćnkerana eru ţađ baunir og linsubaunir, sojavörur t.d. tofu og
sojahakk, hnetur og möndlur. Kínóa, korn og grćnmeti inniheldur allt prótein en í frekar
litlu magni, kínóa er ţó hćrra, sem og grćnar baunir og maísbaunir. 

Gott er hafa einhver létt prótein í síđustu máltíđ fyrir ćfingu til ađ mynda kotasćlu, ost og skinku
eđa kalkúna álegg eđa egg og smurost á brauđ eđa hrökkbrauđ eđa inn í vefju.
Próteinin í ţessari millimáltíđ gefa ţá gott veganesti fyrir líkamann í gegnum
ćfinguna og létta mettunar tilfinningu.  

 

 

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré