ADHD - ER MATARĆĐI MÁLIĐ?

Frćđslufundur ADHD samtakanna, fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 20:00.

Dr. Bryndís Eva Birgisdóttir, nćringarfrćđingur og Dr. Bertrand Lauth, geđlćknir fjalla um rannsóknir á tengslum ADHD og matarćđis.

Matur hefur mikinn mátt. Hann flćđir um kroppinn eftir hverja máltíđ og getur haft ýmis dularfull áhrif sem gaman er ađ skođa. Á síđustu árum hefur rannsóknum á tengslum matarćđis og ADHD fleygt fram, en niđurstöđur eru ađ hluta mótsagnakenndar og einstaklingsmunur mikill. Ţó er ljóst ađ örveruflóra meltingarvegar hefur ţar einhverju hlutverki ađ gegna, en matarćđi er einn af ţeim ţáttum sem geta mótađ hana. Ţá virđist gott nćringaástand alltaf vera mikilvćgt ţegar kemur ađ vellíđan og hreysti.

Bryndís Eva Birgisdóttir og Bertrand Lauth, hafa síđustu ár beint kröftum sínum međal annars ađ tengslum matarćđis og geđraskana í öflugu ţverfaglegu samstarfi viđ ađrar heilbrigđisstéttir. Í erindi ţeirra verđur fariđ yfir ţćr vísindarannsóknir sem gerđar hafa veriđ, bćđi erlendar og svo nýlegar íslenskar rannsóknir og rannsóknaáćtlanir.

Ókeypis ađgangur fyrir skuldlausa félaga ADHD samtakanna og fjölskyldumeđlimi ţeirra, en kr. 1.000,- í ađgangseyri ella. Hćgt er ađ gerast félagsmađur í ADHD samtökunum á ţessari slóđ.

Allir velkomnir međan húsrúm leyfir – skráning fer fram á Facbook síđu fundarins.

Dr. Bryndís Eva Birgisdóttir lauk grunnnámi í nćringarfrćđi međ fókus á lífvísindi frá Háskólanum í Stokkhólmi í samvinnu viđ Karolinska Institutet. Hún hlaut síđar starfsréttindi sem nćringarfrćđingur eftir framhaldsnám í klínískri nćringarfrćđi viđ Háskólann í Gautaborg og starfađi sem slíkur um tíma. Í framhaldinu fór hún í doktorsnám og lauk doktorsprófi frá Raunvísindadeild Háskóla Íslands áriđ 2002. Ţá starfađi hún áfram viđ rannsóknir og kennslu viđ HÍ og síđar rannsóknir viđ Norsku lýđheilsustöđina í Osló. Hún kom til starfa viđ Matvćla- og nćringarfrćđideild HÍ á nýjan leik áriđ 2013 og er í dag prófessor viđ deildina.

Dr. Bertrand Lauth er sérfrćđingur í geđlćkningum og barna- og unglingageđlćkningum (sérfrćđimenntun í Frakklandi, Lille og Paris). Hann starfađi sem sérfrćđingur á Fondation Vallée (Háskólasjúkrahús) í Paris 1989-1998, og síđan á BUGL (Landspítala) frá 1998. Bertrand lauk doktorsprófi í líf- og lćknavísindum frá lćknadeild Háskóla Íslands áriđ 2011 og starfađi sem lektor viđ lćknadeild HÍ frá 2013. Bertrand er höfundur rannsókna, greina og bókakafla í barna- og unglingageđlćknisfrćđi.

Af vef adhd.is

 

 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré