Fara í efni

Þú getur hjálpað - fjársöfnun Hjartaheilla

Þú getur hjálpað - fjársöfnun Hjartaheilla

HJARTASTOPP ER LÍFSHÆTTULEGT!
Það er staðreynd að árlega fá um 200 manns hjartastopp hér á landi. Langflestir utan spítala eða heilbrigðisþjónustu. Þá er mikil hætta á ferðum, því það  tekur einungis 3 – 5 mínútur að verða fyrir alvarlegum heilaskaða af völdum hjartastopps, ef ekkert er að gert. Rétt viðbrögð og ráðstafanir á réttum tíma skipta því sköpum. Helstu ráð til endurlífgunar er beiting hjartahnoðs og hjartastuðtækis sem allra fyrst.
Við þessar staðreyndir eru HJARTAHEILL að glíma þessa dagana í fjáröflunarátaki sem nú fer fram á vegum samtakanna og verður frekar lýst hér á eftir:

„BÖRNIN BJARGA!“
Endurlífgunarráð, Landlæknisembættið og frjáls félagasamtök hafa staðið að átakinu „BÖRNIN BJARGA“. Það er markviss kennsla í grunnskólum landsins um endurlífgun. Þar er lögð áhersla á að kenna skólabörnum hjartahnoð við hjartastoppi. En til þess að kennsla og þjálfun í endurlífgun nái til sem flestra, vantar mun fleiri æfingadúkkur í skóla landsins en nú eru til, ekki síst á landsbyggðinni. 

Þú getur hjálpað! 
Almenningur og fyrirtæki í landinu geta gripið hér inn í og lagt málefninu lið. 
HJARTAHEILL standa fyrir fjársöfnun til þessa þarfa verkefnis. Samtökin hafa útbúið sérprentaðan fræðslubækling og senda hann þessa dagana inn á heimilin í landinu. Þar er fjallað um vandann og viðbrögð við honum. Jafnframt er fjársöfnunin útskýrð og leiðir til framlaga.

- FJÁRSÖFNUN -   Leiðin til að leggja lið:
Hringdu í 903 7100 fyrir 3.500 kr. framlag til söfnunarinnar.
Frjáls framlög – Bankareikningur 0513_26_1600, kt. 511083-0369
Hjartaheill eru landssamtök um heilbrigði hjartans, bætta heilsu og lífsgæði í íslensku
samfélagi. 

Hvað er HJARTAHEILL?
Félagið HJARTAHEILL eru landssamtök áhugafólks um heilbrigði hjartans og lífsgæði í íslensku samfélagi. Félagið leggur áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma, auk þess að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga. Í samtökunum eru fagfólk, hjartasjúklingar, aðstandendur og annað áhugafólk um málefnið. 

Tengsl við Hjartaheill: Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, sími 693 8800
Nánari upplýsingar: hjartaheill.is og facebook.com/hjartaheill.