Núđlusúpa sem fer alla leiđ

ţessi er glútinlaus og ljómandi
ţessi er glútinlaus og ljómandi

Innihald: / 1 msk kókosolía eđa ghee / 1 msk rifin engiferrót / 3 hvítlauksgeirar / 1/2rautt chili / 2-3 stórar gulrćtur / 1 1/2 líter vatn / 2 msk grćnmetiskraftur / 1 tsk túrmerik / 1/2 tsk kóríander / 1 msk tamarisósa / 2 tsk sesamolía / 1 msk hlynsíróp / 1 lítill hvítkálshaus / 375 gr núđlur (jafnvel glútenlausar) eđa hrísgrjónanúđlur.

 

 

 1. Setjiđ kókosolíu í pott.
 2. Rífiđ niđur engiferrót og hvítlauk, saxiđ chili smátt og skeriđ gulrćturnar í litla bita og leyfiđ ađ malla smá stund.
 3. Bćtiđ vatninu út í ásamt kryddinu og leyfiđ suđunni ađ koma upp.
 4. Sjóđiđ pastađ í öđrum potti samkvćmt leiđbeiningum og setjiđ svo í skál ţegar tilbúiđ.
 5. Rífiđ hvítkáliđ niđur í litla bita í höndunum og setjiđ í súpupottinn ca. 5 mínútum áđur en súpan er tilbúin ţví ţađ á bara rétt ađ mýkjast.
 6. Súpan fer svo á diskinn og núđlurnar út í í ţví magni sem ţú vilt.

Hugmyndin ađ ţessari súpu kemur frá Elínu vinkonu minni sem er snillingur í eldhúsinu og bakarameistari af guđsnáđ. Ég heimsótti hana um daginn ţegar hún var ađ elda núđlusúpu og lyktin í húsinu hennar var svo dásamleg svo ég fór ađ kíkja í pottana hennar. Hún setti hvítkál út í súpuna og ég gat bara ekki hćtt ađ hugsa um ţessa súpu, mér finnst sođiđ hvítkál svo gott. Hver man ekki eftir kálbögglum í gamla daga? Krakkarnir mínir biđja ömmu sína reglulega um ađ gera ţá handa sér. Ţau eru međ risa matarást á Hönnu ömmu. Núđlurnar í súpunni ţurfa alls ekki ađ vera glútenlausar og Elín notađi hrísgrjónanúđlur sem hún sauđ í ca. 2 mínútur í örđum potti en ţá er hćgt ađ ráđa hversu mikiđ af núđlum fer á súpudiskinn ţinn. Súper einföld súpa sem er holl, bragđgóđ og fljótleg.

IMG_0968_2

 Höfundur: Valdís Sigurgeirsdóttir , Ef ţú vilt hafa samband viđ mig er netfangiđ mitt: valdis@ljomandi.is

 

Ljomandi-bordi_3


Athugasemdir

Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré