Fara í efni

Súkkulaðikaka með karamellukremi

Mjólkur- og glúteinlaus
Heilsumamman.com
Heilsumamman.com
Hérna er uppskirft frá Heilsmömmunni okkar.  Hún bara með þetta frá A til Ö
 
Hráefni:
 
  • 3 dl möndlumjöl
  • 3/4 dl kókospálmasykur eða strásæta frá Via Health (eða blanda því 50/50)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 2 egg
  • 1/2 dl kókosolía (eða smjör)
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 dl valhnetur, smátt brytjaðar
 
Aðferð:
 
  1. Bræðið kókosolíuna.
  2. Blandið saman öllum þurrefnunum í skál.
  3. Hrærðið saman eggjunum, kókosolíunni og vanilludropunum.
  4. Blandið saman þurru og blautu efnunum og bætið valhnetunum saman við.
  5. Bakið í 20 mín við 200°c
 
Karamellukrem: 
 
  • 0,75 dl hlynsýróp
  • 3-4 msk möndlusmjör (dökkt)
  • 1/2-1 tsk hreint vanilluduft
 
  1. Blandið hlynsýrópi, möndlusmjöri og vanilludufti vel saman í skál (eða blandara) og hellið yfir kökuna þegar hún kemur út úr ofninum.
  2. Kökuna má skreyta að vild, á myndinni er stráð yfir karamellukremið dökku súkkulaði og ristuðum makademíuhnetum.  (ath. það borgar sig að kæla kökuna áður en þið stráið súkkulaðinu yfir, annars bráðnar það)

Verði ykkur að góðu og góða helgi :)

Meira á www.heilsumamman.com