Fara í efni

Heilhveiti banana múffur með dökkum súkklaði bitum

Það er alveg bráðsniðugt að eiga þessar heilhveiti banana múffur til í skápnum eða frystinum fyrir svanga litla munna.
Heilhveiti banana múffur með dökkum súkklaði bitum

Það er alveg bráðsniðugt að eiga þessar heilhveiti banana múffur til í skápnum eða frystinum fyrir svanga litla munna.

Bananabrauð er alltaf gott og þessar múffur eru sko engu síðri því þær eru með dökkum súkkulaði bitum. Dökkt súkkulaði er mjög hollt eins og flestir eiga að vita og bananar eru ávöxtur sem borða ætti daglega.

 

 

 

Hráefni:

3 msk af hörfræjum – sem búið er að mylja

½ bolli af vatni

3 meðal stórir bananar

¼ bolli af eplamauki – ósykruðu

2 msk af kókóssykri

½ bolli af brúnu hríssýrópi (brown rice syrup)

1 tsk af vanillu extract

1 tsk af kanil

1 tsk af matarsóda

2 bollar af heilhveiti

½ bolli af DÖKKUM súkkulaði bitum

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 220 gráður. Takið múffu form og gerið það tilbúið fyrir deigið.

Blandið nú saman hörfræjum og vatni í lítilli skál og passið að blanda vel saman, setjið til hliðar.

Takið stóra skál og setjið bananana ofan í og stappið þá í mauk. Bætið eplamaukinu við og hörfræ blöndunni og hrærið vel saman. Setjið nú kókóssykurinn, brúna hríssýrópið, vanilluna og kanilinn saman við og hrærið öllu saman.

Nú skal setja heilhveitið, matarsódann og dökka súkkulaðið saman við og blanda vel.

Notið skeið til að setja deig í múffu formin, fyllið upp að hálfu formi.

Bakið svo í 20 – 25 mínútur eða þar til múffur eru þurrar að innan. Notið prjón til að ath hvort deigið sé full bakað.

Njótið svo vel með allri fjölskyldunni.