Fara í efni

Silungur með bbq-sósu, fennelsalati og lífrænu bankabyggi

Barbequsósa: – Öllu hráefninu hrært saman. Silungurinn er settur í 200°C heitan ofn í 5 mín, tekinn út og penslaður með barbequesósunni.
Silungur með bbq-sósu
Silungur með bbq-sósu

Þessi réttur er fyrir 4

800 g silungur

Barbequesósa:

100 g tilbúin barbequesósa, veljið góða sósu
1 tsk malaður anis
1 msk teriyaki sósa

Fennel salat:

½ stk fennel, skorið í þunna strimla
½ stk agúrka, skorin í þunna strimla
1 stk límóna, safi úr ½ börkur af heilli
2 msk ólífuolía 
Salt og pipar eftir smekk 
Lífrænt bankabygg: 
200 g soðið bankabygg 
kjarnar úr ½ granatepli
1 msk tahini 
2 msk ólífuolía 
salt eftir smekk og smá nýmalaður
svartur pipar 
 
Barbequsósa: – Öllu hráefninu hrært saman. Silungurinn er settur í 200°C heitan ofn í 5 mín, tekinn út og penslaður með barbequesósunni.

Fennelsalat: – Allt hráefnið sett í skál og blandað saman, saltað og piprað eftir smekk.

Bygg: – Granateplakjarnar, tahini og ólífuolían eru hrærð saman við byggið.

Silungurinn er borinn fram á bygginu og salatið til hliðar.

Einnig má finna fleiri uppskirftir á www.hagkaup.is