Fara í efni

Ofnbakaður skötuselur með chili og parmesan­osti

Það er ekkert hversdags við þennan fiskrétt og hann er alveg rosalega góður.
Ofnbakaður skötuselur
Ofnbakaður skötuselur

Það er ekkert hversdags við þennan fiskrétt og hann er alveg rosalega góður.

 

Hráefni: 

800 g skötuselur
120 g parmesanostur
2 stk. rauð chili
ólífuolía
maldon salt
pipar
1 stk. sítróna, safinn

Á Ítalíu eru ostar og mjólkurvörur yfirleitt ekki í fiskréttum nema ef vera skyldi með saltfiski og túnfiski. Hér kemur gómsæt uppskrift frá Napólí.
 
 

Leiðbeiningar:

Stillið ofninn á 220°C. Hreinsið skötusel og skerið í um 100 g steikur. Rífið parmesanost fínt og fræhreinsið og saxið chili. Blandið parmesanosti og chili saman í skál. Steikið fiskinn í ólífuolíu, á teflonhúðaðri pönnu, við frekar mikinn hita en einungis í mjög stuttan tíma, um 1 mín. á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar og kreistið sítrónusafa yfir. Veltið fiskinum upp úr ostablöndunni og setjið í eldfast mót. Eldið fiskinn í ofni í 3-5 mín. eða þar til að hann er orðinn fallega gylltur.