Fara í efni

Grillaður Lax með coriander pesto og sítrónugrassósu

Þetta er réttur sem vert er að prófa og njóta þegar maður vill gera vel við sig.
Lax með pestó og sítrónugrassósu
Lax með pestó og sítrónugrassósu

Hráefni:
4x 120 gr laxastykki
salt og svartur pipar úr kvörn
ólífuolía til penslunar


coriander pesto:
1 búnt ferskt coriander
1 búnt steinselja
100 gr furuhnetur
1 tsk sítrónusafi
1 msk balsamico edik
salt og svartur pipar úr kvörn
75 ml ólífuolía
30 gr parmesanostur
2 saxaðir hvítlauksgeirar


Sítrónugrassósa:
2 stk sítrónugras (lemongrass)
-má nota niðursoðið
50 gr saxaður charlottulaukur
100 ml hvítvín
1 tsk turmeric
100 ml fisksoð
100 ml rjómi
2 msk ólífuolía
2 msk smjör

Meðlæti:
Soðnar kartöflur og salat

Aðferð:
Kryddið laxinn með salti og pipar og penslið með ólífuolíu. Grillið á vel heitu grilli í 1-2 mínútur á hvorri hlið.

Pestó:
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og látið snúast í nokkra hringi. Setjið ofaná laxinn og bregðið stutta stund undir vel heitt grill.

Sósa:
Skerið sítrónugrasið í litla bita og svitið í heitri olíunni ásamt lauk. Kryddið til með turmeric, salti og pipar. Hellið hvítvíni og fisksoði í pottinn og látið sjóða niður um 2/3. Setjið rjómann í og sjóðið aftur niður um helming. Hrærið köldu smjörinu saman við og látið ekki sjóða eftir það.


Höfundur:
Auðunn Sólberg Valsson