Fara í efni

Gljáðar gulrætur með rauðlauk og engifer

Frábært meðlæti með mat.
Girnilegt ekki satt ?
Girnilegt ekki satt ?

Frábært meðlæti með mat eða bara eitt og sér. 

Hráefni:

500 g gulrætur

1-2 rauðlaukar

2 msk olía

2 tsk hlynsíróp eða sykur

1 tsk engifer, fínsaxað eða rifið

nýmalaður pipar

salt

200 ml appelsínulímonaði

nokkrar greinar af fersku timjani (má sleppa)

Ofninn hitaður í 200°C. Gulræturnar skafnar eða flysjaðar og toppurinn skorinn af. Rauðlaukurinn flysjaður og skorinn í geira. Olíu, sírópi, engifer, pipar og salti blandað saman í eldföstu móti og gulrótunum og lauknum velt upp úr leginum.

Sett í ofninn, appelsíninu hellt í mótið og bakað í 30-40 mínútur, eða þar til gulræturnar eru meyrar (best að stinga í þær með hnífsoddi). Bætið við meira appelsíni eða vatni eftir þörfum, svo að gulræturnar brenni ekki.

Þær eru mjög góðar með alls konar steiktum og grilluðum mat, eins og kjöti, fisk, kjúkling og fleiru.

Heimild: islenskt.is