Fara í efni

Tagliolini Primavera

Haustið er komið og núna er gott að nota restina af þeim kryddjurtum sem við höfum verið að rækta í sumar!
Þessi er auðveldur pastaréttur en svakalega góður
Þessi er auðveldur pastaréttur en svakalega góður
Haustið er komið og núna er gott að nota restina af þeim kryddjurtum sem við höfum verið að rækta í sumar! Saxið allar kryddjurtirnar, setjið í skál með hvítlauk, smjöri, ólífuolíu, furuhnetum og parmesanosti og blandið vel saman. Sjóðið pasta í vel söltu vatni og sjóðið „al dente“. Sigtið næstum allt vatnið frá og setjið pastað í skálina með kryddjurtunum. Blandið öllu mjög vel saman og kryddið með salti og pipar. Berið strax fram.

360 g tagliolini 
2 msk. minta 
2 msk. kóríander
1 msk. steinselja 
1 msk. dill 
2 msk. basilíka 
1 stk. hvítlauksgeiri, fínt saxaður 
100 g smjör, skorið í litla bita 
ólífuolía 
30 g furuhnetur, saxaðar 
60 g parmensaostur, nýrifinn 
maldon salt og pipar
 
Vorið er komið og allt fullt af kryddjurtum! Saxið allar kryddjurtirnar, setjið í skál með hvítlauk, smjöri, ólífuolíu, furuhnetum og parmesanosti og blandið vel saman. Sjóðið pasta í vel söltu vatni og sjóðið „al dente“. Sigtið næstum allt vatnið frá og setjið pastað í skálina með kryddjurtunum. Blandið öllu mjög vel saman og kryddið með salti og pipar. Berið strax fram.