Fara í efni

Spaghetti ­Rawonese

Spaghetti ­Rawonese
Spaghetti ­Rawonese
Rettur fyrir 4.

3 stk meðalstórir kúrbítar, afhýddir
2 msk sítrónusafi
2 stk hvítlauksrif
smá sjávarsalt
Tómatsósa:
2 stk stórir tómatar,skornir í bita
1 stk rauð paprika, steinhreinsuð og skorin í bita
75 g sólþurrkaðir tómatar, lagðir í bleyti í 6–8 klst
2–3 stk döðlur
1/2 dl lífræn kaldpressuð ólífuolía eða önnur góð olía
2 stk hvítlauksrif, pressuð
¾ tsk sjávarsalt, eða eftir smekk
smá cayenne pipar
2 msk smátt saxaður ferskur basil
2 tsk þurrkað óregano
1 cm biti ferskur engifer
Kasjú,,osta”sósa:
1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 4 klst
1 dl vatn
1 stk hvítlauksrif
1 msk næringarger
1–2 stk döðlur
2–3 msk sítrónusafi
1 tsk laukduft
2/3 tsk himalayasalt

Notið mandolin eða ,,juliennepeeler” og breytið kúrb­ítnum í pasta. Það er líka hægt að rífa það á grófasta rifjárninu í matvinnsluvélinni. Sumar matvinnsluvélar hafa járn til að búa til chips og þá er það notað. Setjið í skál og blandið sítrónusafa saman við ásamt hvítlauknum og smá sjávarsalti og berið fram með tómatsósu og ómissandi kasjú,,osta”sósu. Tómatsósa: Setjið allt innihald tómatsósunnar, nema ferska kryddið, í matvinnsluvél og blandið vel saman – en látið hana samt vera ,,smá chunky”. Bætið ferska kryddinu út í og blandið saman. Setjið tómatsósuna í skál og berið fram. Kasjú,,osta”sósa: Allt sett í blandara og blandað þar til kekkjalaust.