Fara í efni

Pastasalat með brokkolí, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, fíkjum og klettasalat-dressingu

Einfalt ,hollt og gott pastasalat þar sem hægt er að skipta út hinu og þessu í stað annars hráefnis sem ísskápurinn hefur að geyma í hvert skipti, ólívur í stað sólþurrkuðu tómatana, einhvern annan ost, annan ávöxt svo eitthvað sé nefnt. Þetta salat er einnig tilvalið sem meðlæti með kjöti eða fisk, eða sem stakkt salat á hlaðborð.
Brokkál og pasta
Brokkál og pasta

Aðalréttur fyrir 4.

Salatið:

100 g Heilhveitipasta t.d pastarör (penne)

100 g Brokkolí (skorið í þægilega munnbita)

70 g Sólþurrkaðir tómatar í olíu (skornir í þunna strimla)

100 g Fetaostur (skorin í grófa bita) Helst einhvern góðan úr „beint frá býli“ flokknum

70 g Döðlur (skornar í þunna strimla)

70 g grilluð rauð paprika (skorin í grófa teninga)hægt að fá tilbúið í krukkum í helstu matvörubúðuðum eða sjá uppskrift í „Meðlæti“

2 stk Vorlaukur (skorin í þunnar sneiðar)

2 msk Sólblómafræ (ristuð á þurri pönnu)

2 msk Steinselja (gróft söxuð)

Aðferð:

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum og kælið vel undir köldu vatni og sigtið vatnið frá. Setjið brokkolíið útí sjóðandi vatn með smá salti og sjóðið í ca. 1 ½ mín og snöggkælið í ísköldu vatni , það á að vera smá bit í brokkolíinu enn ekki ofsoðið, sigtið vatnið frá. (ATH. þessi suðuaðferð er notuð á allt grænt grænmeti til að viðhalda litnum og næringarefnunum í grænmetinu.)

Blandið síðan öllu vel saman og hellið helming af dressingunni útá salatið og hinn helmingurinn borin fram með til hliðar, smakkið til með salti og pipar.

 

Klettasalat-dressinginn:

2 lúkur klettasalat (ca.30 grömm)

1 lúka spínat eða steinselja

½  dl olían af sólþurrkuðu tómötunum

1 dl ólífuolía eða Isíóolía

2 stk hvítlauksrif

1 msk möndlur með hýði

1 msk eplaedik (eða annað gott edik)

1 tsk dijonsinnep

Skvetta af tabascosósu

salt og pipar

Aðferð:

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman , má vera dálítið gróft, smakkað til með salti og pipar

 

Þetta salat er einnig tilvalið sem meðlæti með kjöti eða fisk, eða sem stakkt salat á hlaðborð.

 

munið að hlutföll í svona uppskriftum er bara til að styðjast við og menn leika sér með hlutföllin eftir smekk hvers og eins.