Fara í efni

Lambalæri með mango chutney

Lambalæri með mango chutney

Það er svo gaman að grilla í góðu veðri.

Hráefni:

1 Lambalæri

1 krukka af mango chutney frá Patak's

2-3 hvítlauksrif, pressuð

1 msk dijon sinnep

4 msk ólífuolía

1 msk pipar

1 msk salt

MEÐLÆTI

Tilda hrísgrjón

Patak's naan brauð

Rajita sósa

Leiðbeiningar:

1. Setjið mango chutney, hvítlauk, sinnep, ólífuolíu, salt og pipar í blandara og blandið ölllu vel saman.

2. Þekjið lambalærið vel með marineringunni og látið standa í amk 2 klst.

3. Hitið grillið vel. Slökkvið síðan á því öðru megin og leggið lambalærið þar á. Hafið hlutann sem er kveiktur á lágum eða miðlungs hita.

4. Hafið kjöthitamæli í lambakjötinu. En annars er viðmiðunarreglan 40-45 mínútur á hvert kíló. Þegar kjöthitamælirinn sýnir 60°c er það meðalsteikt og 70°c eldað í gegn.

5. Setjið lambalærið yfir á hitann undir lok eldunartímans og brúnið lítillega.