Fara í efni

VIÐ MÆLUM MEÐ ÞESSUM RÉTTI – Eggaldin lasagna rúllur

Án eggja og glútenlausar.
VIÐ MÆLUM MEÐ ÞESSUM RÉTTI – Eggaldin lasagna rúllur

Hvort sem þú ert grænmetisæta eða ekki þá áttu eftir að elska þessar dásamlegu rúllur.

Minna af kolvetnum en í hefðbundnu lasagna og þakka má eggaldin fyrir það.

Án eggja og glútenlausar.

Uppskrift er fyrir 6 skammta

Hráefni:

3 stór eggaldin

½ tsk af salti , skipta því

3 msk af extra virgin ólífuolíu

2 bollar af krömdum tómötum

½ bolli af ferskri basilikku, skipta

3 tsk af krömdum hvítlauk, skipta

1 bolli af frosnum spínat, láta þiðna

2 ½ bolli af ricotta osti

¼ bolli af rifnum parmesa osti

½ tsk af ferskum pipar

1 bolli af mozzarella osti – rífa hann

Leiðbeiningar:

Forhitaðu ofninn í 280 gráður. Settu grindur í miðju og næst efst í ofninn. Smyrðu bökunarpappír og settu í eldfast mót. Þarft sennilega tvö.

Skerðu hvert eggaldin í þunnar sneiðar á lengdina. Reyndu að passa þig svo þú þurfir nú ekki að henda misheppnuðum sneiðum.

Þú ættir að vera með um 24 lengjur.

Kryddaðu lengjurnar með ¼ tsk af salti og látið standa í 15 mínútur.

Takið eldhúspappír og þerrið lengjurnar og berið olíu á báðar hliðar.

Leggið nú lengjur í eldföst mótin, það er í lagi ef þau fara örlítið yfir hverja aðra.

Látið ristast í ofninum þar til lengjur eru mjúkar og byrjaðar að verða brúnar. Settu nú mótin sem voru efst í ofninum í miðjuna. Tekur um 20 mínútur c.a í efstu. Passa bara að brenna ekki lengjurnar.

Látið eggaldinlengjur kólna örlítið.

Blandið núna saman tómötum, ¼ bolli af basilikku, 2 tsk af hvítlauknum og afganginn af saltinu. Setjið allt saman í stóra skál.

Gerðu tilbúna bökunarplötu/eldfast mót.

Dreifið nú ½ bolla af þessari blöndu í mót sem má fara í ofn.

Kreistið spínatið til að losna við allan extra vökva.

Blandið nú saman, spínat, ricotta, parmesan, pipar og restinni af hvítlauknum í skál.

Þegar eggaldin er orðið nógu kalt þá á að smyrja þessari blöndu ríkulega á hverja eggaldin sneið.

Byrjaðu á þeim enda sem er mjór. Rúllið nú upp sneiðunum og setjið í mótið með endann niður.

Toppið með tómatblöndunni.

Bakið rúllur í miðjum ofninum þar til tómatblandan er heit og farin að mynda loftbólur. Þetta tekur um 40-45 mínútu.

Takið úr ofni, hitið ofninn núna á góðan hita.

Toppið rúllur með mozzarella. Skellið í ofninn og látið hitna þar til osturinn er farinn að mynda loftbólu og byrjaður að verða létt brúnn. Þetta tekur um 1-2 mínútur.

Dreifið restinni, ¼ bolla af basilikku yfir allt saman og berið fram.

Njótið vel!