Fara í efni

Uppskrift – Geggjað gott ristað brokkólí

Ef þú ætlar að rista grænmeti í ofni þá á ekki að spara olíuna.
Uppskrift – Geggjað gott ristað brokkólí

Ef þú ætlar að rista grænmeti í ofni þá á ekki að spara olíuna. Sama hvaða olíu þú notar.

Ég persónulega nota kókósolíu þegar ég geri þennan rétt.

Vertu viss um að þú hafir blandað öllum brokkólí bitunum jafnt í olíuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

Brokkólí – ferskt og skorið í bita

Olía að eigin vali

Salt

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 220 gráður. Hafið plötuna í miðjunni á ofninum.

Skerið brokkólí í bita sem minna á blóm. Hafið bita ekki stærri en munnbita.

Setjið brokkólí bitana í skál og hristið saman með olíu, og salti.

Passið að allir bitarnir séu húðaðir með olíu og salti.

Dreifið nú bitunum jafnt á bökunarpappír og hafið bil á milli þeirra annars verða þeir frekar eins og gufusoðnir en ristaðir.

Látið ristast í ofninum í 20 – 25 mínútur. Snúið bitum við eftir ca 10 mín.

Brokkólí er tilbúð þegar það er auðvelt að stynga gaffli í gegnum bitana.

Berið fram heitt. Og það má strá örlitlu salti yfir ef það er smekkur fyrir því.

Uppskrift: thekitchn.com