Fara í efni

Prófaðu eitthvað nýtt í morgunmatinn: SÚPER GÓÐ skál af Quinoa með pestó og dásamlegri hollustu

Hvað er betra en að fylla á tankinn með staðgóðum morgunverð. Þessi hérna er svo sannarlega til þess að prufa.
Prófaðu eitthvað nýtt í morgunmatinn: SÚPER GÓÐ skál af Quinoa með pestó og dásamlegri hollustu

Hvað er betra en að fylla á tankinn með staðgóðum morgunverð.

Þessi hérna er svo sannarlega til þess að prufa.

Uppskrift er fyrir 2.

Hráefni:

2 stór egg

2 bollar af elduðu quinoa

½ avókadó

¼ bolli af pestó

2 msk af hemp fræjum

1 msk af chia fræjum

2 bollar af ferskum basil laufum

1 bolli af ferskum grænkálslaufum

 ¼ bolli af (nutritional yeast) er ekki alveg viss um hvar þetta fæst

¼ bolli af furuhnetum

1 stór hvítlauksgeiri

3-4 msk af þinni uppáhalds olíu

1 tsk af sítrónusafa

Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar:

Byrjið á að sjóða eggin. Látið suðu koma upp, setjið lok á pottinn og látið sjóða í 5-6 mínútur.

Þegar eggin eru soðin þá skal skella þeim undir kalt vatn. Svo er gott að leyfa þeim að sitja í skál af köldu vatni í um 5 mínútur.

Taktu nú morgunverðar skál og settu 1 bolla af quinoa í hana, helminginn af avókadó skorið í þunnar sneiðar og helminginn af græna pestóinu.

Þegar eggin eru tiltölulega köld þá skal fjarlægja skurn, skera þau í tvennt og setja í skálina.

Dreifið svo yfir allt saman hemp og chia fræjum.

Kryddið eftir smekk með salti og pipar.

Njótið vel!