Fara í efni

Orku pizza með grænmeti, eggi, Tandoori kjúklingi og kotasælusósu

Dásamlegur réttur til að bjóða upp á fyrir alla fjölskylduna.
Orku pizza með grænmeti, eggi, Tandoori kjúklingi og kotasælusósu

Dásamlegur réttur til að bjóða upp á fyrir alla fjölskylduna.

 

Réttur er fyrir 4.

 

 

 

 

 

 

 

 

Pizza:

4 stk 10" heilhveiti tortillas kökur

400 g eldaðir kjúklingastrimlar

2 msk Tandoori sósa

2 stk spergilkál (450 g)

16 stk kirsuberjatómatar

4 stk harðsoðin egg

4 msk rifin parmesan ostur

1 tsk Maldon salt

Aðferð:

Kryddið kjúklingastrimlana með tandoori sósunni og skiptið jafnt á tortillas kökurnar.

Skerið stilkinn af spergilkálinu og skerið hann síðan í örþunnar sneiðar til dæmis í áleggshníf eða með ostaskera, og leggið í ískalt vatn í um það bil 10 mínútur.  skerið toppana af spergilkálinu í fallega bita og steikið snöggt á pönnu og skiptið jafnt á "pizzuna" ásamt kirsuberjatómötunum.

Stráið parmesan ostinum yfir pizzuna og bakið við 180°C í 3-4 mínútur.

Þegar "pizzurnar" eru tilbúnar eru spergilkálstrimlarnir veiddir upp úr vatninu, þeir þerraðir og skipt jafnt á pizzurnar. 

Að lokum er sósunni dreift á pizzurnar og þær kryddaðar með smá Maldon salti

Kotasælusósa:

100 g kotasæla

1 msk olífuolía

2 msk saxað ferskt basil

1 tsk salt

Smá pipar

Aðferð:

 Öllu blandað saman og skipt jafnt pizzurna.

Höfundar uppskrifta, Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður og liðsmaður í kokkalandsliðinu og

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur.