Fara í efni

Grillaðir grænmetisborgarar með balsamik- portobellosveppum, bríeosti og sólþurrkuðum tómötum

Nú er tíminn til að grilla!! spennandi borgari með skemmtilegu "twisti" þar sem portobellosveppurinn gefur honum alveg auka kraft og mildur bríeosturinn fyllir uppí.
þessi sveppur er sveppurinn
þessi sveppur er sveppurinn

Grillaðir  grænmetisborgarar með balsamik- portobellosveppum,  bríeosti og sólþurrkuðum tómötum.

Aðalréttur fyrir fjóra.

 

 

 

 

 

Hamborgarinn:

2 stk meðalstórar bökunarkartöflur ca.300g (skrældar, og skornar í bita)

1 msk smjör

1 msk ólífuolía

200 g linsubaunir, rauðar (soðnar eftir leiðbeiningum)

1 stk rauðlaukur (fínt saxaður)

2 geirar hvítlaukur ( maukaður)

2 stk eggjarauða

1 tsk paprikuduft

1 tsk timian

2 tsk dijonsinnep

3 msk parmesanostur (rifinn)

300 ml heilhveiti-brauðraspur

4 stk heilhveiti hamborgarabrauð

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar í vatni þar til meyrar og þerrið þær síðan, setjið laukinn, hvítlaukinn og kryddið í pott ásamt olíunni og smjörinu, mýkið laukinn örlítið, þá er kartöflunum, baununum, ostinum, eggjunum,sinnepinu og 2/3 af raspinum bætt útí og hrært vel saman, smakkað til með salti og pipar.

Mótið 4-6 buff og veltið þeim uppúr restinni af raspinum og kælið vel fyrir notkun, lágmark 2 tíma. Hitið pönnu vel og steikið borgarana uppúr smá olíu eða í 1 mín á hvorri hlið, þetta er gert til að loka buffinu áður enn hann grillaður.

10 mínútur áður enn borðhald hefst, eru hamborgararnir grillaðir á vel heitu grillinu í ca 2-4 mín á hvorri hlið og muna að vera dugleg að pennsla reglulega með grillolíunni. Þá er hamborgaranum raðað saman þannig að á brauðbotninn fer grænmeti og salat að eigin vali ásamt sósunni, þá buffið ásamt sveppinum, ostinum og sól-tómötunum, síðast enn ekki síst brauðlokið.

Eldsnögg grillolía til pennslunar á borgarann:

1 msk tómatsósa

1 dl ólífuolía

1 msk taco seasoning

öllu blandað vel saman.

Portobellosveppurinn:

4 stk portobellosveppir

Marineringinn:

1 dl Ólífuolía (eða önnur góð olía)

½ dl balsamikedik

1 msk púðursykur

4-5 stilkar ferskt timian

4 sneiðar af brieosti

8-12 sneiðar af sólþurrkuðum tómötum í olíu

Salt og pipar.

Aðferð:

Blandið öllu saman og leggið sveppina í löginn og leyfið sveppunum að drekka hann vel í sig, þá er sveppirnir grillaðir á heitu grillinu í ca. 5 mín á hvorri hlið, takið af grillinu og setjið yfir á pappír til léttrar þerrunar.

Hamborgarasósa:

5 msk grískt jógúrt

5 msk tómatsósa

2 msk gult sinnep

½ tsk chilipipar þurrkað

½ tsk hvítlauksduft

Aðferð:

öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar.