Fara í efni

Gott á grillið – Avókadó með geggjuðu TómatSalsa

Það er gaman að grilla á sumrin og enn skemmtilegra að vera með eitthvað nýtt og hollt á grillinu.
Gott á grillið – Avókadó með geggjuðu TómatSalsa

Það er gaman að grilla á sumrin og enn skemmtilegra að vera með eitthvað nýtt og hollt á grillinu.

Hefur þú prufað að grilla avókadó?

Uppskrift fyrir 6.

 

 

 

 

Hráefni:

1 hvítlauksgeiri

2 msk af extra virgin ólífuolíu + aukalega fyrir tómatana

1 msk af ferskum lime safa

3 avókadó

Fínt malað sjávarsalt

Svartur pipar

18 litlir tómatar

2 chillí – hreinsa steina úr og skera smátt

2 msk af saxaðri steinselju

Sýrður rjómi

Leiðbeiningar:

Forhitið grillið á hæstu stilling í 10 mínútur. Lækkið svo niður í því og setjið avókadó á grill og látið bakast á meðal heitu grilli.

Kremjið hvítlauksgeira í skál.

Bætið saman við lime safa og hrærið þessu saman.

Skerið avókadó í tvennt og fjarlægið steininn.

Berið hvítlauksblönduna og helmingana af avókadó, ekki láta myndast poll í miðjunni.

Geymið restina af hvítlauksblöndu.

Kryddið avókadó með salti og pipar.

Hafið tómatana heila og hellið ólífuolíu yfir þá og kryddið með salti.

Setjið nú avókadó á grillið með opnu hliðina niður.

Setjið tómatana við hliðina.

Látið grillast í 4-5 mínútur – snúið tómötum einu sinni við.

Avókadó ætti að vera örlítið röndótt eftir grillið og hýði á tómötum farið að bólgna.

Takið nú allt af grilli.

Skerið tómata nú í tvennt eða báta. Setjið þá ofan í restina af hvítlauksblöndunni.

Saman við skal svo setja steinseljuna og chillí og nú skal stappa vel saman til að úr verði salsa.

Takið skeið og setjið salsa blöndu ofan í alla avókadó helminga og stráið smá salti yfir.

Skreytið með sýrðum rjóma og berið fram volgt.

Þetta er flott meðlæti með grilluðu kjöti.

Njótið vel!