Frćhrökkbrauđ međ feta-og sítrónumauki

Heimagerđ frćhrökkbrauđ
Heimagerđ frćhrökkbrauđ

Og hvađ var ţađ sem var svona gott?

Heimagerđ frćhrökkbrauđ međ feta- og sítrónumauki. Hollt og brjálćđislega gott. Frábćrt í saumaklúbbinn, sem forréttur, millimál og sjónvarpssnarl. Eđa á ostabakkann.

Dásamlegt viđ hvađa tilefni sem er.

Frćhrökkbrauđ

 • 0,5 dl sesamfrć
 • 0,5 dl hörfrć
 • 3/4 dl sólblómafrć
 • 1/4 dl graskersfrć
 • 2 dl maísmjöl
 • 0,5 dl ólífuolía
 • 2-2,5 dl sjóđandi vatn
 • gróft salt, t.d. maldonsalt
 • rósmarín

Hitiđ ofninn í 150°. Setjiđ öll hráefni, fyrir utan vatniđ í skál og hrćriđ saman. Helliđ sjóđandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrćriđ saman í deig.

Klćđiđ bökunarplötu međ bökunarpappír og setjiđ deigiđ yfir. Notiđ sleikju og dreifiđ úr deiginu ţannig ađ ţađ fylli út í bökunarplötuna (reyniđ ađ ná ţví eins ţunnt og ţiđ getiđ).

Stráiđ salti og rósmarín yfir og bakiđ í 45 mínútur. Ég brýt hrökkbrauđiđ bara í óreglulega bita ţegar ţađ hefur kólnađ en ef ţiđ viljiđ fá reglulegri hrökkbrauđssneiđar ţá mćli ég međ ađ ţiđ skeriđ ţađ međ pizzaskera áđur en ţađ fer í ofninn.


Feta- og sítrónumauk
 (uppskrift frá Paul Lowe)

 • 200 g fetakubbur
 • 1 msk rifiđ sítrónuhýđi (passiđ ađ taka bara ysta lagiđ, ekki rífa sítrónuna djúpt niđur)
 • 1-2 msk ferskur sítrónusafi
 • 1 hvítlauksrif, hakkađ
 • 6 msk extra virgin ólífuolía
 • smá af rauđum piparflögum (ég notađi chili explotion krydd)

Setjiđ fetaostinn, sítrónuhýđiđ, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látiđ vélina ganga ţar allt hefur blandast vel en er enn međ ađeins grófri áferđ.

Smakkiđ til, ef hrćran er of sölt ţá er meiri sítrónu bćtt viđ. Setjiđ í skál, sáldriđ smá ólífuolíu yfir og kryddiđ međ rauđum piparflögum.

Ef ţú vilt hafa samband ţá er ég međ netfangiđ svavag@gmail.com

Bestu kveđjur, Svava

www.ljufmeti.is 

Allt hráefni í ţessar uppskriftir fćst í

HAGKAUP


Athugasemdir

Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré