Brokkolíbaka međ geitaosti frá Eldhúsperlum

Ađ gera böku getur veriđ góđ skemmtun. Ég segi ţađ aftur eins og viđ síđustu böku ađ bökur hafa ekki átt sérstaklega mikiđ erindi upp á mín eldhúsborđ hingađ til.

Ţađ er tilhugsunin um ađ gera flókiđ bökudeig og standa viđ ađ fletja ţađ út međ tilheyrandi hveitistráningu sem forđađi mér frá ţessari iđju.

Ţetta er allavega ekki iđja sem ég myndi kjósa ađ gera á virkum degi ţegar kvöldmatur ţarf ađ vera kominn á borđiđ helst undir 30 mínútum. Engu ađ síđur finnast mér bökur alveg einstaklega góđur matur og ţá sérstaklega grćnmetisbökur. 

Mađur fćr einmitt oft svo góđar bökur á hinum mörgu góđu grćnmetisstöđum borgarinnar. Innblásturinn ađ ţessari böku er einmitt komin frá einum slíkum ţar sem ég fékk alveg einstaklega góđa brokkolíböku um daginn og ég varđ ađ búa til eitthvađ svipađ heima. Geitaosturinn gefur ţessari böku alveg rosalega gott bragđ og smá svona spari stemmingu. Honum má ţó vel sleppa, eđa nota t.d fetaost eđa rjómaost í stađinn. Ţetta er sama bökudeig og ég notađi í fyrrnefnda tómata- og spínatböku. Ţađ er mjög einfalt ađ gera og ţarf ekkert ađ fletja út.

Bökubotn:

 • 200 grömm gróft spelt eđa heilhveiti
 • Salt á hnífsoddi og smá pipar
 • 80 grömm smjör, skoriđ í litla teninga
 • 1/2 dl heitt vatn (kannski minna, setjiđ smátt og smátt saman viđ)

Ađferđ:

Ofn hitađur í 180 gráđur međ blćstri. Allt innihaldiđ í bökubotninn sett í skál og unniđ saman međ höndunum. Ţegar ţađ er komiđ saman er ţví ţrýst í botninn og ađeins upp međ hliđunum á eldföstu móti eđa lausbotna bökuformi. Pikkađ međ gaffli hér og ţar. Ţetta er svo bakađ í 10 mínútur. Tekiđ úr ofninum og hitinn lćkkađur í um 160-170 gráđur. Fer svolítiđ eftir hita á ofnum. Ég hef minn á 160 gráđum međ blćstri.

Fylling:

 • 350 grömm brokkolí, skoriđ í fremur smáa bita
 • 2 vorlaukar smátt saxađir
 • 5 egg
 • 2,5 dl matreiđslurjómi eđa 1 peli kaffirjómi
 • 1 poki gratínostur
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 1/2 tsk pipar
 • 1 msk dijon sinnep
 • 1/4 tsk muldar chilliflögur (red chilli flakes)
 • 50 gr geitaostur (má sleppa)

Ađferđ: Byrjiđ á ađ sjóđa vatn međ dálitlu salti í međalstórum potti. Skeriđ brokkolíiđ niđur og setjiđ út í sjóđandi vatniđ og sjóđiđ í um 3 mínútur. Helliđ ţá vatninu af og látiđ ískalt vatn buna á brokkolíiđ ţannig ađ ţađ snöggkólni. Sigtiđ vatniđ frá, ţerriđ brokkolíiđ ađeins og setjiđ ţađ svo í bökubotninn. Međ ţessari ađferđ helst brokkolíiđ fallega grćnt. Stráiđ svo söxuđum vorlauknum jafnt yfir bökubotninn.

Hrćriđ saman eggin, matreiđslurjóma, gratínost, salt, pipar, dijon sinnep og chilli flögur. Helliđ yfir brokkolíiđ. Dreifiđ ţví nćst geitaostinum jafnt yfir bökuna međ teskeiđ. Bakiđ í 35 mínútur. Leyfiđ bökunni ađ kólna í um 10 mínútur áđur en hún skorin. 

Uppskrift af vef eldhusperlur.com

 

 

 

 

 


Athugasemdir

Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré