Fara í efni

Béarnaise sósa í hollari kantinum

Með vel grillaðri nautasteik eða lambasteik þá er fátt betra enn velgerð heimalöguð Béarnaise-sósa , enn upphaflega útgáfan af þessari klassík er stútfull af smjöri og eggjarauðum og henta r eflaust ekki þeim sem vilja borða hollt. Hér kemur uppskrift sem ég er búinn að vera að þróa fyrir þá sem finnst ómissandi að hafa gamla góða Béarnaise-inn með steikinni enn vill ekki innbyrða allt smjörið sem henni fylgir. Þessi er ekki algjörlega eins og gamla, enn gæti komið í staðinn,, samt mjög góð.
Béarnaise sósa í hollari kantinum

Gefur ca. 4 dl af sósu

 

Béarnaise sósa í hollari kantinum

1 stk Egg (frá hamingjusömum hænum)

1 stk eggjarauða

½  msk dijon sinnep

2 msk Edik

1 msk sítrónusafi

½  tsk grænmetiskraftur

1 msk estragon

1 dl Sýrður rjómi (10%)

2 dl Repjuolía eða Ísíó olía

1 msk steinselja, söxuð

salt og pipar