Fara í efni

Grænn turmerik – hreinsar og styrkir

Engifer er afar gott fyrir meltinguna og til að sporna við bólgum.
Grænn turmerik – hreinsar og styrkir

Engifer er afar gott fyrir meltinguna og til að sporna við bólgum.

Að bæta turmerik við þessa blöndu er algjörlega magnað. Turmerik er þekkt fyrir bólgueyðandi virkni ásamt svo mörgu öðru jákvæðu. Einnig eru ananas og mangó sæt og dásamlega full af trefjum og A-vítamíni.

(uppskrift er fyrir 2)

 

 

 

 

Hráefni:

2 bollar af grænkáli

2 bollar af kókósmjólk

2 bollar af ananas

1 bolli af mangó

Safi úr ½ sítrónu

1 msk af fersku engifer

¼ til ½ tsk af fersku turmerik

Leiðbeiningar:

  1. Blandið saman grænkáli og kókósmjólk og látið hrærast vel saman.
  2. Bætið nú við rest af hráefnum og látið blandast mjög vel saman.

Njótið vel!

Ps: gott er að hafa ávexti frosna til að drykkur sé kaldur og ferskur.