Fara í efni

Haust grænmetissúpa með linsubaunum og rótargrænmetissalat með jógúrtdressingu

Hér er dásamleg og saðsöm súpa á ferð. Góð í köldu veðri því súpur ylja manni ávallt.
Haust grænmetissúpa með linsubaunum og rótargrænmetissalat með jógúrtdressingu

Hér er dásamleg og saðsöm súpa á ferð. Góð í köldu veðri því súpur ylja manni ávallt.

Uppskrift er fyrir 4

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 stk laukur

2 stk hvítlauksgeirar

100 g sæt kartafla

50 g hnúðkál

100 g gulrætur

50 g sellerírót

50 g rauðar linsubaunir

1/2 stk rautt chilli

20 g engifer rót

200 ml gulrótasafi

400 ml vatn

1 teningur kjúklingakraftur

50 ml kókosmjólk

salt og pipar

Aðferð:

Skrælið allt rótargrænmetið, skerið það í litla bita og brúnið létt í potti ásamt lauknum, hvítlauknum, chill og engifernum, vökvanum er bætt út í og súpan látin malla í um það bil 1 klst á vægum hita. Maukið súpuna með töfrasprota og smakkið hana til með smá salti og pipar.

Rótargrænmetissalat:

40 g rauðrófur

40 g gulrætur

40 g hnúðkál

Safi og börkur af 1 stk lime

1 msk saxað koriander

1 msk söxuð mynta

1 msk söxuð steinselja

1 tsk eplaedik

smá salt

Aðferð:

Rótargrænmetið er skorið í þunna strimla og blandað saman í skál ásamt lime berkinum, kryddjurtunum, lime safanum og eplaedikinu og það síðan smakkað til með smá salti.

Jógúrt dressing:

4 msk grískt jógúrt

safi og börkur úr 1 stk lime

Aðferð:

Gríska jógúrtin er smökkuð til með lime berkinum og safanum. Berið dressinguna fram með rótargrænmetis salatinu í súpudisknum.

Höfundar uppskriftar eru:

Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður og liðsmaður í kokkalandsliðinu og

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur.