Fara í efni

Grænn með jarðaberjum, ferskjum og Bok Choy

Hérna er einn alveg sjúklega saðsamur og hollur drykkur.
Grænn með jarðaberjum, ferskjum og Bok Choy

Hérna er einn alveg sjúklega saðsamur og hollur drykkur.

Bok choy er afar næringaríkt og er ættað frá Asíu. Það er einstaklega ríkt af kalki og járni, einnig A og K-vítamínum.

Ef þú ert að reyna að raka af þér kílóin þá er þessi drykkur víst einn af þeim bestu. Hann er 400 kaloríur og inniheldur 15 grömm af afar hollum trefjum.  

Uppskrift fyrir 2 og drykkur númer 29.

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

4 ferskjur – án steina

10 meðalstór jarðaber – fersk eða frosin

2 tsk af chia fræjum – látin liggja í vatni í 10 mínútur

1 haus af baby bok choy – um 3-5 lauf og svo stilkurinn af stóru bok choy

Vatn eftir smekk

Leiðbeiningar:

  1. Byrjar á því að setja vökvann í blandarann og mjúku ávextina.
  2. Því næst skellir þú öllu grænu saman við og dúndrar á mikinn hraða í 30 sek eða þar til drykkur er mjúkur. Passa bara að hann sé ekki of þunnur.

Ef þú vilt hafa drykkinn kaldann skaltu nota eitthvað af frystum ferskum ávöxtum og þessi uppskrift er stór þannig að það má geyma afganginn í lokuðu íláti í 24 tíma í ísskáp.

Njótið vel!