Fara í efni

Skýjabrauð með aðeins fjórum hráefnum – án glútens og afar lítið af kolvetnum

Hvað í ósköpunum er skýjabrauð?
Skýjabrauð með aðeins fjórum hráefnum – án glútens og afar lítið af kolvetnum

Hvað í ósköpunum er skýjabrauð?

Þetta flöffý dásamlega brauð verður þú að prufa að baka.

Það er hægt að borða það bara eintómt, en svo er líka alveg dásamlegt að smyrja á það avókadó og setja örlítið af svörtum pipar og rífa svo ost yfir.

 

En hér er uppskriftin.

Hráefni:

3 egg, skilja rauðu frá hvítu

3 msk af rjómaosti

¼ tsk af matarsóda

Má ráða: 1 tsk af hunangi eða náttúrulegu sætuefni, salt, hvítlauksduft eða rósmarín. (það er mjög gott að nota hvítlauksduft og hafa þetta brauð þá með pasta eða slíku).

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 150 gráður.

Skiljið að eggin – það má ekki vera nein rauða í hvítunni

Takið nú fram skál og blandið saman rauðunni, rjómaostinum og hunanginu og hrærið þar til blandan er mjúk.

Í aðra skál skaltu setja ¼ tsk af matarsódanum og eggjahvíturnar og þeyta á miklum hraða þar til eggjahvítur eru stífar.

Nú skaltu passað að hellta eggjarauðu blöndunni afar hægt saman við eggjahvíturnar því við viljum ekki missa allt loftið úr hvítunum.

Blandaðu þessu varlega saman en samt reyna að vera fljót því við viljum ekki að blandan fari að bráðna.

Vertu með tilbúna bökunarplötu með smjörpappír á og núna getur þú sett á plötuna með skeið allt að 12 kökur, hafa þær hringlóttar.

Ef þú vilt þá má strá rósmarín eða hvítlauksdufti yfir.

Þetta skal baka í 17 – 20 mínútur í miðjum ofni.  Síðan skelliru grillinu á og hefur í um 1 mínútu eða þar til toppurinn á skýjabrauðinu er gylltur.

Passaðu vel að þetta brenni nú ekki.

Og núna áttu dásamlegt Skýjabrauð, án kolvetna og glútens, en það er ríkt af próteini.

Það má geyma skýjabrauð í lokuðu íláti í allt að 3 daga inni í skáp eða í allt að viku inni í ísskáp. Einnig má frysta þær. Ef þú vilt svo rista skýjabrauðið beint úr frysti passaðu þá bara að það brenni ekki, 1 mínúta í brauðrist ætti að vera nóg.

Njótið vel !