Fara í efni

Rúgbrauð að hætti Friðriks V

Þetta er svona aðalsuppskrift
Þessa uppskrift þarf ekkert að ræða meira.
Þessa uppskrift þarf ekkert að ræða meira.

Uppskrift að kóngarúgbrauði

5 bollar af KORNAX rúgmjöli

3 bollar af KORNAX heilhveiti

1 1/2 l súrmjólk

4-5 tsk natron

2-3 tsk salt

300 gr sýróp

 

AÐFERÐ:
Öllu blandað vel saman. 

Hrærið í hrærivél.

Þetta deig passar í 1/2 djúpan 1/1 gastró eða svartann steikarpott með loki,

einnig er hægt að setja í mjólkurfernur og loka með álpappír

(ath:setjið bara deig í hálfann bakka eða hálfa fernu og bakið undir loki)

Bakað við 90 - 100°c í 8 - 10 tíma.

uppskriftin er fengin hjá Friðrik V - veitingamanni.

Þessi uppskrift bara klikkar ekki