Fara í efni

Hollara Bananabrauð

Gott að baka þetta brauð um helgina.
Hollara Bananabrauð

Afar góð uppskrift af bráðhollu banana brauði frá henni Evu Laufey Kjaran.

 

Hráefni: 

  • 2 egg
  • 2 þroskaðir bananar
  • 60 g smjör
  • 1 dl hlynsíróp
  • 3 1/5 dl Kornax Heilhveiti
  • 1 tsk vanillu extract (eða vanillusykur)
  • 1 dl mjólk 
  • 2 tsk lyftiduft 

Aðferð: 

  1. Hitið ofninn í 180°C (blástur) Þeytið saman egg og hlynsíróp þar til blandan verður létt og ljós. 
  2. Bræðið smjör við vægan hita og leggið til hliðar. 
  3. Blandið hveiti og lyftidufti saman og blandið við eggjablönduna. 
  4. Merjið banana og bætið út í blönduna ásamt mjólkinni og smjörinu. 
  5. Smyrjið form og hellið deiginu í formið, ég sáldraði smávegis af haframjöli yfir og skar niður 1/2 banana og lagði bita ofan á deigið. 
  6. Bakið brauðið við 180°C í 45 - 50 mínútur.

Uppskrift af síðu evalaufeykjaran.com