Fara í efni

Heilkornabrauð

Sumir þola ekki sesamfræ og er þá gott að skipta þeim út fyrir t.d. graskersfræ eða sólblómafræ. Bæði sesam- og birkifræ eru alveg einstaklega kalkrík og því frábært að bæta þeim út í brauð, grauta og boozt við hvert tækifæri, sérstaklega fyrir þau börn sem eru með mjólkurofnæmi eða óþol.
Heilkornabrauð

Heilkornabrauð

Sumir þola ekki sesamfræ og er þá gott að skipta þeim út fyrir t.d. graskersfræ eða sólblómafræ. Bæði sesam- og birkifræ eru alveg einstaklega kalkrík og því frábært að bæta þeim út í brauð, grauta og boozt við hvert tækifæri, sérstaklega fyrir þau börn sem eru með mjólkurofnæmi eða óþol. 

225 g heilhveiti

115 g grófmalað spelt (eða eingöngu (340 g) grófmalað spelt fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir hveiti)

55 g tröllahafrar/hafraflögur grófar

55 g sesamfræ

55 g sólblómafræ

30 g birkifræ

½ tsk sjávarsalt eða fínmalað Himalayan salt

2 msk ólífuolía

1,5 msk vínsteinslyftiduft eða 1 msk þurrger (fyrir þá sem eru ekki viðkvæmir fyrir geri)

260 ml heitt vatn

1 msk hunang eða byggsíróp/malt extract ef notað er ger (þá má sleppa hunanginu)

1 msk sítrónusafi


Aðferð:

Setjið allt mjölið, fræin og saltið saman í skál.

Bætið við malt extrakt/byggsírópinu, ólífuolíunni og  þurrgerinu sem  bleytt hefur verið upp í 280 ml af volgu vatni í um 10 mínútur (eða vínsteinslyftidufti fyrir þá sem þola ekki ger), hrærið öllu saman með sleif. Ef gerið er ekki notað er hægt að líkja eftir gerbragðinu með því að setja 2 tsk af sítrónusafa saman við deigið.

Bakið brauðið við 180-200°C í 30 mínútur.

Aðferð: 1 msk ger = 1 ½ msk vínsteinslyftiduft + 1 - 2 tsk sítrónusafi.

Höfundur Stefanía Sigurðardóttir