Fara í efni

Grillað baguette með litríku íslensku grænmeti, spírum og parmesan osti

Grillað baguette með litríku íslensku grænmeti, spírum og parmesan osti er dásamleg máltíð í sumarsólinni.
Ljósmynd: Áslaug Snorradóttir
Ljósmynd: Áslaug Snorradóttir

Grillað baguette með litríku íslensku grænmeti, spírum og parmesan osti er dásamleg máltíð í sumarsólinni.

Deili með ykkur ferskri tómatsalsa sem gott er að smyrja á grillaða baguette brauðið áður en grilluðu eða ofnbökuðu grænmetinu er raðað ofaná.

 

Tómatsalsa: 

3 góðir tómatar
1/4 rauð paprika
3 sólþurrkaðir tómatar
1 rif hvítlaukur
ferskar kryddjurtir, ( oregano, steinselja, basilika)
flögusalt og smá cayannapipar á hnífsoddi.

Allt sett í blandara í stutta stund og sett yfir grillað baguett brauðið. Gott er að strjúka hvítlauksrifi yfir brauðið og pensla með olívuolíu áður en tómatsalsan er sett yfir. Í staðinn fyrir baguett brauðið er hægt að grilla langskorinn kúrbít eða eggaldin.

Njótið vel.

Fengið af síðu Ecospíra á Facebook.