Fara í efni

MORGUNVERÐUR - Fylltar brauðskálar með eggjum og beikoni

Við byrjuðum daginn í dag á þessum fylltu brauðskálum. Þær eru einfaldar og nokkuð fljótgerðar og því alveg tilvaldar á morgunverðarborðið. Ég átti heimilisbrauð og notaði það en eftir á að hyggja held ég að franskbrauð hafi verið enn betra og ætla að prófa það næst.
Ein fljótleg frá Ljúfmeti
Ein fljótleg frá Ljúfmeti

Við byrjuðum daginn í dag á þessum fylltu brauðskálum.

Þær eru einfaldar og nokkuð fljótgerðar og því alveg tilvaldar á morgunverðarborðið.

Ég átti heimilisbrauð og notaði það en eftir á að hyggja held ég að franskbrauð hafi verið enn betra og ætla að prófa það næst.  

Þetta er engin heilög uppskrift og alveg kjörið að nota það sem er til að hverju sinni. Aðalmálið er að eiga brauð og egg, síðan má fylla það með hverju sem er. Það er t.d. hægt að nota chorizo-pylsu í staðin fyrir beikon eða að sleppa alveg kjötinu og setja t.d. smjörsteikt spínat, papriku og parmesan ost í brauðið.

Fylltar brauðskálar með eggjum og beikoni:

  • 1 1/2 brauðsneið fyrir hverja brauðskál
  • smjör
  • beikon
  • egg
  • maldon salt og pipar

Hitið ofninn í 185° og smyrjið möffinsform (ekki pappírsform heldur möffins-bökunarform eins og sést glitta í hér á myndinni fyrir ofan) með bræddu smjöri. Fletjið brauðsneiðarnar út með kökukefli, skerið í eins stóra hringi og þið náið og skerið síðan hringinn í tvennt. Klæðið möffinsformið með brauðhelmingunum, ég notaði 3 helminga til að fylla formið mitt. Smyrjið brauðið með bræddu smjöri.

Steikið beikonið yfir miðlungs hita þar til það er nánast stökkt, ca 4 mínútur. Leggið 1 beikonsneið í hverja brauðskál og brjótið eitt egg yfir.  Saltið og piprið og bakið í ofninum þar til eggjahvíturnar hafa stífnað, um 20-25 mínútur. Berið fram heitt.

Birt í samstarfi við Ljúfmeti.is

Tengt efni: