Fara í efni

Einfalt og hollt heilhveitibrauð

Flott uppskrift af hollu brauði þar sem notað er KORNAX heilhveiti.
Einfalt og hollt heilhveitibrauð

Flott uppskrift af hollu brauði þar sem notað er KORNAX heilhveiti.

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

8 dl  KORNAX heilhveiti

3 dl kókosmjöl

6 tsk lyftiduft

1 tsk salt

6-7 dl  ab-mjólk

Aðferð:

1.Hitið ofninn í 180°C

2. Blandið þurrefnum saman í stóra skál.

3. Hellið ab-mjólkinni út í og hnoðið.

(Ef notuð er hrærivél með Hnoðara, gætið þessa að hræra ekki of lengi)

4. setjið deigið í formkökuform og bakið í ca.50-60 mínútur.

Njótið vel!