Fara í efni

Banana Hafra pönnsur – tilvaldar í morgunmatinn

Hollar í gegn, stútfullar af góðri næringu og tilvalið að skella í á morgnana.
Banana Hafra pönnsur – tilvaldar í morgunmatinn

Hollar í gegn, stútfullar af góðri næringu og tilvalið að skella í á morgnana.

Uppskrift er fyrir 8 pönnukökur.

Hráefni:

1 ½ bolli af höfrum

2 tsk af matarsóda

½ tsk af kanil

2 stórir þroskaðir bananar

1 msk af maple sýrópi eða öðru sætuefni – en má sleppa

1 egg

1 bolli af ósætri möndlumjólk eða þinni uppáhalds mjólk

1 tsk af ferskri vanillu

Klípa af sjávarsalti

Kókósolía til eldunar

Aukalega: súkkulaðibitar, blönduð ber, hnetur.

Leiðbeiningar:

Setjið allt hráefni nema kókósolíuna í blandara og látið vinnast vel saman. Blanda á að vera mjúk.

Ef þú ætlar að nota aukalega þá skal bæta því við deig núna, eins og t.d súkkulaðibitum eða berjum.

Blandan gæti hafa þykknað svo það má hræra saman við 1. msk í einu af mjólk til að þynna deig ef þess þarf.

Hitið pönnu á meðal hita með kókósolíu.

Setjið um 1/3 bolla af deigi fyrir hverja pönnuköku og látið eldast þar til loftbólur hafa sprungið – c.a 2-3 mínútur.

Endurtakið þar til deig er búið.

Toppið svo með banana, sýrópi, hnetum eða þínu uppáhalds og berið fram strax.

Njótið vel!