Fara í efni

Veganúar 2016 með Heilsumömmunni

Vertu með.
Veganúar 2016 með Heilsumömmunni

Það hefur mikið verið rætt um veganúar undanfarið, orðið er sett saman úr Vegan og Janúar og er fyrirmyndin af þessu átaki erlend, Veganuary. 

Þetta er annað árið sem Veganúar er haldið á Íslandi. Eins og segir á heimasíðu Veganúar er "markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd".  Heilsumamman ætlar að taka þátt í Veganúar 2016 og því verða allar uppskriftir vegan sem munu birtast hér á síðunni í Janúar.

Ég er sjálf ekki vegan nema reglulega nokkrar vikur á ári þegar ég fer á 100 % hreint fæði og aldrei tekist lengur en 2 vikur en núna í Janúar ætla ég að ná 3 vikum 100 % vegan. Ég var nefnilega pínu sein í gang á þessu nýja ári og er ekki byrjuð alveg 100 % ennþá.  Ég hef verið með mest allt vegan en svo allt í einu er ég komin á kaffihús með vinkonu og búin að panta heitt kakó með rjóma...og bara "Já alveg rétt"  eða "Ubbbsss" ! Þannig að þessi fyrsta vika Janúar er búin að vera svona 90 % Vegan. En helgin verður notuð til undirbúnings og ég byrja 100 % á mánudaginn.

Ég nota mjög lítið mjólkurvörur og er ekki með mikið kjöt en nota aftur á móti töluvert af eggjum og ég veit að ég á eftir að sakna þeirra mikið. Ég hef samt alltaf svolítið gaman af því að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og oft uppgvötar maður eitthvað alveg frábært í svoleiðis tilraunum.

Þessar 3 vikur ætla ég líka að vera dugleg að setja myndir á Instagramið af girnilegum vegan mat.

Hlakka til að vera í þessu með ykkur.

Heilsumamman