Fara í efni

Tófú og grænmetis hræra – Stútfull af Kalki

Það sem er svo sniðugt við þessa uppskrift er að þú getur notað þitt uppáhalds tófú og grænmeti í hana.
Tófú og grænmetis hræra – Stútfull af Kalki

Það sem er svo sniðugt við þessa uppskrift er að þú getur notað þitt uppáhalds tófú og grænmeti í hana.

Þú þarft ekkert endilega að fara nákvæmlega eftir uppskrift. Reyndu samt að nota grænmeti sem eldast á svipuðum tíma, eins og t.d papriku, belgbaunir og aðrar tegundir bauna.

Uppskrift er fyrir einn skammt.

Hráefni:

1 ½ tsk af extra virgin ólífuolíu eða þinni uppáhalds olíu

140 gr af extra þéttu tófú, hella af því og skera í kubba

1 bolli af niðurskornu grænmeti – eins og t.d kúrbít, sveppi og lauk

½ tsk af kryddi – t.d chili dufti eða cumin dufti

Ferskur pipar eftir smekk

1/3 bolli af kjúklingabaunum úr dós – hreinsa þær

¼ bolli af pico de gallo eða salsa

¼ bolli af rifnum cheddar osti

Svo má nota sterka sósu (hot sauce) og saxað kóríander ef þú vilt

Leiðbeiningar:

Hitið olíu á góðri pönnu (non stick skillet) og hafið á meðal hita.

Á pönnu skal setja tófú, grænmeti, krydd og piparinn.

Látið eldast og hrærið vel og oft í blöndunni. Þetta á að vera á pönnunni þar til grænmetið er orðið mjúkt,tekur um 5-7 mínútur.

Bætið nú kjúklingabaunum og pico de gallo eða salsa og látið hitna í gegn, tekur um 2 mínútur.

Takið af hita.

Setjið blönduna til hliðar á pönnunni og látið ostinn yfir og leyfið honum að bráðna.

Berið fram með sterkri sósu (hot sauce) og kóríander ef þú fílar það.

Njótið vel!