Fara í efni

ÞORSKALÝSI

Hrein hollusta með háu hlutfalli af fjölómettuðum fitusýrum, auðug af A- og D-vítamínum og með viðbættu E-vítamíni. Þorskalýsi fæst óbragðbætt, með frískandi sítrónubragði.
ÞORSKALÝSI

Hrein hollusta með háu hlutfalli af fjölómettuðum fitusýrum, auðug af A- og D-vítamínum og með viðbættu E-vítamíni. Þorskalýsi fæst óbragðbætt, með frískandi sítrónubragði.

Þorskalýsi er góður D-vítamíngjafi og stöðugt fleiri álitsgjafar í næringar- og heilsufræðum benda á nauðsyn þess að neyta þorskalýsis til að tryggja nægjanlegt magn þessa mikilvæga vítamíns, ekki síst til að viðhalda beinþéttni.

Þorskalýsi styrkir vöxt tanna og beina, hefur góð áhrif á sjónina og byggir upp viðnám gegn ýmsum kvillum. Það er auðugt af ómega-3 fitusýrum og víða um heim er verið að rannsaka ítarlega áhrif þeirra á ýmsa sjúkdóma, svo sem sóríasis, astma, hjarta-, geð- og gigtarsjúkdóma. Niðurstöður rannsóknanna hafa vakið mikla athygli og sýna að fitusýrurnar koma líkamanum til góða á mörgum sviðum. Þær skýra hollustu lýsisins sem löngum hefur verið kunn meðal Íslendinga.
Þorskalýsi er framleitt úr íslenskri lifur sem safnað er frá bátum og skipum hvar sem er á landinu.

Af vef lysi.is