Fara í efni

Þessi er víst rosagóður og hjálpar þér að sofa betur

Stress er afar slítandi, þú ert kannski ennþá að háma í þig ruslfæði og gefur þér ekki tíma í að fara í ræktina.
Glansandi grænn og afar hollur
Glansandi grænn og afar hollur

Stress er afar slítandi, þú ert kannski ennþá að háma í þig ruslfæði og gefur þér ekki tíma í að fara í ræktina.

Og svo ég minnist nú ekki á svefnlausar nætur. Ansi margir berjast við svefnerfiðleika og margar rannsóknir hafa sannað að það hefur afar neikvæð áhrif á daglegt líf.

Komdu lagi á lífið og passaðu upp á að sofa á nóttunni.

Þessi drykkur er víst frekar róandi og á að hjálpa þér að sofa betur. Best er að drekka hann strax eftir hádegisverðinn.

 

Hráefni:

1 stór gúrka

Engifer – meðal stór biti

Sítrónusafi úr einni sítrónu

1 grænt epli

Aspas – 9 lengjur – ferskur

2 stilkar af sellerí

Undirbúningur:

Settu aspasinn í kalt vatn í um klukkustund.

Skerðu niður gúrkuna, sítrónuna og eplið í sneiðar og blandaðu ávöxtunum, selleríinu og engifer saman í blandarann og látið á góðan hraða. (ath taka hýði af sítrónu)

Bætið núna aspas við en ekki vatninu sem hann lá í og setjið blandarann aftur í gang. Passið uppá að þetta blandist vel saman.

Þessi drykkur virkar róandi þannig að hann er víst best að drekka eftir hádegið.

Grænmetið hefur jákvæð áhrif á svefnleysið og á meltinguna, blóðþrýstinginn og stressið.

Ég mæli með að þið prufið þennan drykk.

Njótið~